„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 08:00 Margrét Lára fagnar einu þeirra 79 marka sem hún skoraði fyrir íslenska A-landsliðið. Mynd/Daníel „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira