Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 16:32 Reynt verður að grípa eldflaugina með þessari þyrlu. Rocket Lab Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki. Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina. Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira
Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina.
Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Sjá meira