Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Guðrún fór rakleiðis í að gróðursetja eftir að titillinn fór á loft. Rosengård „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. „Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
„Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira