„Við þurfum að verja Valhöll“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 19:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mikill rokkaðdáandi. Hann hefur jafnan dálæti á textasmíð íslenskra þungarokkssveita. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og rokkaðdáandi, segir að íslenskt þungarokk með góðri textasmíði virki vel til að útrýma staðalímyndum um hina fornu æsi. Mikilvægt sé að verja norræna sagnaarfinn. Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þungarokk hressir, bætir og kætir, sagði forsetinn í viðtali við Ómar á útvarpsstöðinni X-inu fyrr í dag. „Ég er enginn járnhaus en mér finnst gaman að kröftugu rokki, sérstaklega þegar ég þarf að vera með eitthvað í eyrunum; úti að hlaupa eða inni í rækt að gera eitthvað – þá er gott að hafa læti. Og Dimma er gott dæmi um hljómsveit sem er á mínum lagalista,“ segir Guðni. Fjarri lagi að ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum Það er ekki bara Dimma sem kemur til umræðu enda mikil gróska í íslensku þungarokkssenunni. Hann er mikill aðdáandi Skálmaldar og hrósar meðlimum sveitarinnar í hástert. Tónlistarmennirnir séu ekki aðeins frábærir heldur einnig lunknir textasmiðir. „Við þurfum að verja Valhöll, við þurfum að verja Ásgarð, við þurfum að verja Bifröst, við þurfum að verja orðstír þessara goða sem við eigum gegn ásælni öfgaafla sem vilja misnota þennan arf; vilja telja öðrum trú um það að norræn goðafræði gangi út á það að bláeygðar eða ljóshærðar hetjur megi níðast á öðrum, það er fjarri lagi. Og við getum notað þennan sagnaarf á svo margan hátt til þess að undirstrika mikilvægi heiðurs, mikilvægi réttlætis, mikilvægi þess að bera virðingu fyrir öðrum, mikilvægi fjölbreytni,“ segir Guðni. Ekki þar með sagt í sollinum Hann bendir á mikilvægi þess að dæma fólk ekki fyrir fram. „Til þess er ég hérna líka kominn til þess að benda á að við eigum ekki að stimpla fólk. Við eigum ekki að gefa okkur að einn hópur sé svona eða hinsegin, við eigum ekki að fordæma. Og það á við um unnendur þungarokks og flytjendur þeirra eins og annars fólks. Þannig að þegar ég kem hérna og tala um þungarokk þá er ég að benda á að við sem höfum áhuga á þessari tegund tónlistar, við erum ekki þar með sagt í sollinum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Forseti Íslands X977 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira