Ríkið sýknað á ný af milljónakröfu Sigurðar G. Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2022 22:19 Sigurður taldi að bæði ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri hafi virt skýringar hans á ráðstöfun söluandvirðis einkahlutafélagsins Dýrfisks ehf. að vettugi án viðhlítandi rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum. Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Sigurður hefur verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISA skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá kemur einnig fram í dóminum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattyfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Málskostnaður féll niður Landsréttur fór yfir ítarlega yfir meðferð skattrannsóknarstjóra og taldi ekki sýnt fram á að ályktanir skattrannsóknarstjóra hafi verið óforsvaranlegar eða rangar um úttektir Sigurðar á fjármunum sem tilheyrðu félaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf. Honum hafi verið gefið færi á að andmæla, eða leggja fram gögn sem til þess voru fallin að styðja andmælin. Sigurður andmælti og lagði fram gögn. Landsréttur taldi hins vegar ekki að gögnin hafi stutt staðhæfingar hans með þeim hætti að skattrannsóknarstjóra hafi borið að afla frekari gagna samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaðan væri því sú að aðrar mótbárur og skýringar Sigurðar fyrir skattyfirvöldum hafi ekki kallað á frekari rannsókn eða gagnaöflun af þeirra hálfu. Gögn málsins bæru ekki annað með sér en að ríkisskattstjóri hafi tekið sjálfstæða afstöðu til atvika að fenginni niðurstöðu skattrannsóknarstjóra. Þar af leiðandi var ekki talinn að annmarki hafi verið á rannsókn skattyfirvalda sem leitt gæti til ógildingar úrskurðar ríkisskattstjóra. Var íslenska ríkið því sýknað í Landsrétti. Málskostnaður féll þó niður á báðum dómstigum en í héraðsdómi hafði Sigurður verið dæmdur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira