Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:54 Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, boðar að Svíar ætli að úthýsa tveimur kúrdískum samtökum sem Tyrkir líta á sem hryðjuverkasamtök. Svo virðist sem það sé verð sem Svíar þurfa að greiða til að Tyrkir láti af andstöðu við NATO-aðild þeirra. AP/Fredrik Sandberg/TT fréttaveitan Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar. Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar.
Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira