„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:30 Andrea Jakobsdóttir er bjartsýn fyrir leikina tvo gegn Ísrael um helgina. Vísir/Skjáskot Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. „Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
„Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn