Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð. Carsten Koall/Getty Images Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024. Þýskaland Kannabis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024.
Þýskaland Kannabis Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira