8. umferð CS:GO: 30-bombur og stórir sigrar Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. nóvember 2022 13:49 Þór er áfram á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, en NÚ og Dusty fylgja fast á hælana. Leikir vikunnar Ármann 16 – 0 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem lið TEN5ION beið afhroð. Allt frá hnífalotunni hafði Ármann töglin og hagldirnar í leiknum en innkoma Criis í liðið var kærkomin viðbót. Criis lék áður með SAGA en tók sér hlé frá Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Í þetta skiptið leysti hann Lambo af og var akkerið í vörn Ármanns þar sem hann tók á móti leikmönnum TEN5ION á innisvæðinu og stráfelldi þá trekk í trekk. Hundzi var Criis til hald og trausts á meðan aðrir leikmenn liðsins léku annars staðar á kortinu. Niðurstaðan var sú að TEN5ION vann ekki eina einustu lotu í leiknum og er því um að ræða stærsta sigur í sögu Ljósleiðaradeildarinnar. NÚ 16 – Viðstöðu 10 Leikurinn fór fram í Mirage og byrjaði NÚ í vörn eftir þrefalda fellu frá Bl1ck í hnífalotunni. Lið Viðstöðu var hins vegar öflugt framan af og vann fyrstu fjórar loturnar. NÚ bætti þá um betur og vann næstu 11 lotur hálfleiksins til að koma sér í yfirburðarstöðu með RavlE á vappanum. Fyrstu tvær lotur síðari hálfleiks féllu einnig með NÚ svo samtals voru þetta heilar 13 lotur í röð. Í stöðunni 15–5 tóku leikmenn Viðstöðu örlítið við sér og minnkuðu muninn en það var of seint í rassinn gripið og NÚ hafði betur. Dusty 16 – 13 SAGA Það var kominn tími á að Dusty næði sér í stig eftir erfiðan kafla í deildinni undanfarið þar sem liðið féll úr fyrsta sætinu niður í það þriðja. SAGA náði þó forskoti í upphafi en Dustymenn voru snöggir að jafna, komast yfir og vinna hálfleikinn. Skipti þar miklu að Thor hafði alla jafna betur í vappaeinvígum við ADHD sem náði sér aldrei á flug. Síðari hálfleikur var svo spennandi þar sem WZRD var allt í öllu fyrir SAGA, en EddezeNNN steig aldeilis upp og hélt forskotinu fyrir Dusty. 30-bomba frá WZRD í 28. lotu sló tapinu á frest en Bóndi innsiglaði sigurinn strax þar á eftir. LAVA 13 – 16 Fylkir Lið LAVA og Fylkis mættust í Ancient kortinu þar sem Fylkir fékk að hefja leikinn í vörn. Snemma í leiknum náði Fylkir góðu forskoti og byggðist það helst á því hvernig leikmönnum liðsins tókst að sjá við LAVA í endurtökum og aftengja sprengjuna aftur og aftur. Brnr og LeFluff voru í fantaformi en sá fyrrnefndi átti eftir að ljúka leiknum með hvorki meira né minna en 33 fellur undir beltinu. Leikmenn LAVA voru þó öflugri þegar þeir fengu að leika í vörn og var sóknarleikur Fylkis ósannfærandi framan af. 7 lotu forskot Fylkis varð að engu en undir lokin tókst þeim að vinna þrjár lotur í röð og tryggja sér stigin tvö úr leiknum. Þór 16 – 8 Breiðablik Þessi lokaleikur umferðarinnar fór fram í Mirage þar Þórsarar voru við stjórnvölinn allt frá upphafi. Beittur sóknarleikur liðsins byggði á skemmtilegum opnunum frá Minidegreez á vappanum og tókst Breiðabliki aldrei að tengja saman lotur og byggja upp almennilegan banka. Þór hafði því 5 lotu forskot inn í síðari hálfleikinn þar sem Peterrr var kjarninn í vörn liðsins. Heilt á litið voru Þórsarar einfaldlega mun betri og með sigrinum héldu þeir toppsætinu í deildinni. Staðan Eins og fyrr segir trónir Þór enn á toppnum eftir að hafa skotið sér fram úr NÚ og Dusty sem fylgja fast á eftir. Sigur Ármanns í sínum leik styrkti stöðu liðsins í fjórða sætinu en þar á eftir kemur mjög jöfn miðja þar sem LAVA, Breiðablik, Viðstöðu og SAGA etja kappi. Enn sem áður er Fylkir í næst neðsta sætinu og TEN5ION stigalausir á botninum. Næstu leikir Viðureignirnar í næstu umferð eru ekki af verri endanum þar sem liðin fyrir miðju og botni deildarinnar eiga mikið undir í sínum leik. 9. umferðinni, og fyrri hluta tímabilsins lýkur svo með stórleik Þórs og Dusty, en dagskrá umferðarinnar er eftirfarandi: Fylkir–Breiðablik, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 19:30 Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30 Ármann–SAGA, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 19.30 NÚ–TEN5ION, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 20.30 Dusty–Þór, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 21.30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Ármann Tengdar fréttir Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16 Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45 7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01 Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Leikir vikunnar Ármann 16 – 0 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem lið TEN5ION beið afhroð. Allt frá hnífalotunni hafði Ármann töglin og hagldirnar í leiknum en innkoma Criis í liðið var kærkomin viðbót. Criis lék áður með SAGA en tók sér hlé frá Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Í þetta skiptið leysti hann Lambo af og var akkerið í vörn Ármanns þar sem hann tók á móti leikmönnum TEN5ION á innisvæðinu og stráfelldi þá trekk í trekk. Hundzi var Criis til hald og trausts á meðan aðrir leikmenn liðsins léku annars staðar á kortinu. Niðurstaðan var sú að TEN5ION vann ekki eina einustu lotu í leiknum og er því um að ræða stærsta sigur í sögu Ljósleiðaradeildarinnar. NÚ 16 – Viðstöðu 10 Leikurinn fór fram í Mirage og byrjaði NÚ í vörn eftir þrefalda fellu frá Bl1ck í hnífalotunni. Lið Viðstöðu var hins vegar öflugt framan af og vann fyrstu fjórar loturnar. NÚ bætti þá um betur og vann næstu 11 lotur hálfleiksins til að koma sér í yfirburðarstöðu með RavlE á vappanum. Fyrstu tvær lotur síðari hálfleiks féllu einnig með NÚ svo samtals voru þetta heilar 13 lotur í röð. Í stöðunni 15–5 tóku leikmenn Viðstöðu örlítið við sér og minnkuðu muninn en það var of seint í rassinn gripið og NÚ hafði betur. Dusty 16 – 13 SAGA Það var kominn tími á að Dusty næði sér í stig eftir erfiðan kafla í deildinni undanfarið þar sem liðið féll úr fyrsta sætinu niður í það þriðja. SAGA náði þó forskoti í upphafi en Dustymenn voru snöggir að jafna, komast yfir og vinna hálfleikinn. Skipti þar miklu að Thor hafði alla jafna betur í vappaeinvígum við ADHD sem náði sér aldrei á flug. Síðari hálfleikur var svo spennandi þar sem WZRD var allt í öllu fyrir SAGA, en EddezeNNN steig aldeilis upp og hélt forskotinu fyrir Dusty. 30-bomba frá WZRD í 28. lotu sló tapinu á frest en Bóndi innsiglaði sigurinn strax þar á eftir. LAVA 13 – 16 Fylkir Lið LAVA og Fylkis mættust í Ancient kortinu þar sem Fylkir fékk að hefja leikinn í vörn. Snemma í leiknum náði Fylkir góðu forskoti og byggðist það helst á því hvernig leikmönnum liðsins tókst að sjá við LAVA í endurtökum og aftengja sprengjuna aftur og aftur. Brnr og LeFluff voru í fantaformi en sá fyrrnefndi átti eftir að ljúka leiknum með hvorki meira né minna en 33 fellur undir beltinu. Leikmenn LAVA voru þó öflugri þegar þeir fengu að leika í vörn og var sóknarleikur Fylkis ósannfærandi framan af. 7 lotu forskot Fylkis varð að engu en undir lokin tókst þeim að vinna þrjár lotur í röð og tryggja sér stigin tvö úr leiknum. Þór 16 – 8 Breiðablik Þessi lokaleikur umferðarinnar fór fram í Mirage þar Þórsarar voru við stjórnvölinn allt frá upphafi. Beittur sóknarleikur liðsins byggði á skemmtilegum opnunum frá Minidegreez á vappanum og tókst Breiðabliki aldrei að tengja saman lotur og byggja upp almennilegan banka. Þór hafði því 5 lotu forskot inn í síðari hálfleikinn þar sem Peterrr var kjarninn í vörn liðsins. Heilt á litið voru Þórsarar einfaldlega mun betri og með sigrinum héldu þeir toppsætinu í deildinni. Staðan Eins og fyrr segir trónir Þór enn á toppnum eftir að hafa skotið sér fram úr NÚ og Dusty sem fylgja fast á eftir. Sigur Ármanns í sínum leik styrkti stöðu liðsins í fjórða sætinu en þar á eftir kemur mjög jöfn miðja þar sem LAVA, Breiðablik, Viðstöðu og SAGA etja kappi. Enn sem áður er Fylkir í næst neðsta sætinu og TEN5ION stigalausir á botninum. Næstu leikir Viðureignirnar í næstu umferð eru ekki af verri endanum þar sem liðin fyrir miðju og botni deildarinnar eiga mikið undir í sínum leik. 9. umferðinni, og fyrri hluta tímabilsins lýkur svo með stórleik Þórs og Dusty, en dagskrá umferðarinnar er eftirfarandi: Fylkir–Breiðablik, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 19:30 Viðstöðu–LAVA, þriðjudaginn 8. nóv. kl. 20:30 Ármann–SAGA, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 19.30 NÚ–TEN5ION, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 20.30 Dusty–Þór, fimmtudaginn 10. nóv, kl. 21.30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Fylkir Breiðablik Ármann Tengdar fréttir Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16 Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45 7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01 Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Tilþrifin: Dabbehhh tekur út þrjá fyrir toppliðið Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Dabbehhh í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 4. nóvember 2022 11:16
Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. nóvember 2022 10:45
7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. 29. október 2022 13:01
Mozar7: Bróðir Bríetar hitar upp í Fortnite Leikmaður vikunnar er nýr liður á Vísi þar sem lesendur fá að kynnast einum leikmanni í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í hverri umferð. 1. nóvember 2022 13:31