Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 20:56 Sema Erla segir að flóttafólk sé ítrekað svipt mannlegri reisn með framkvæmdinni. Aðsend/Hussein Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Hussein var meðal þeirra sem vísað var til Grikklands í vikunni. Hann notar hjólastól og en fær enga heilbrigðisþjónustu þar í landi, að sögn Semu Erlu. „Þau eru á götunni í Grikklandi og eru náttúrulega bara að berjast fyrir tilverurétti sínum á hverjum degi og hverjum klukkutíma sem líður. Ég veit að Hussein og fjölskylda, sem ég hef aðeins verið í samskiptum við, eiga mjög erfitt uppdráttar. Þau eiga ekki í nein hús að vernda, þau hafa ekki aðgengi að mat eða heilbrigðisþjónustu,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema Erla Serdar.Vísir/Friðrik Þór Senda skýr skilaboð Hún segir ljóst að aðstæðurnar séu ekki neinum bjóðandi og það sé með ólíkindum að stjórnvöld hér á landi haldi áfram að senda fólk til Grikklands. Stjórnarráðið sagði í yfirlýsingu í gær að brottvísanir til Grikklands brytu ekki í bága við lög, en aðstæður þar ytra hafa oft verið gagnrýndar. „Þetta er vitneskja sem hefur legið fyrir ótrúlega lengi og við höfnum öllum þessum eftiráskýringum. Það hefði náttúrulega bara átt að grípa inn í áður en af þessari brottvísun varð. Við verðum að láta í okkur heyra og senda skýr skilaboð,“ segir Sema Erla. Hún bætir við að óháð því hvaða skoðanir fólk kunni að hafa á málefnum flóttafólks hafi framkvæmdin sem slík verið „mannréttindabrot í skjóli nætur.“ Stjórnvöld dregin til ábyrgðar „Þessi framkvæmd eins og við horfðum upp á hana er bara meðferð sem við getum ekki sætt okkur við. Það er alveg hægt að gera hlutina öðruvísi heldur en á þennan hátt. Við náttúrulega viljum bæði mótmæla þessum mannréttindabrotum á flóttafólki og þessu framferði stjórnvalda sem felur í sér að svipta fólki mannlegri reisn.“ Eins og fyrr segir hefur verið boðað til mótmæla klukkan 14:00 á Austurvelli á morgun; til að sýna samstöðu, mótmæla framferði stjórnvalda gagnvart fólki á flótta og að draga stjórnvöld til ábyrgðar. „Það er kominn tími til þess að ríkisstjórn Íslands verði dregin til ábyrgðar fyrir framferði sitt gagnvart fólki; að þetta hafi einhverjar afleiðingar fyrir aðra en þá sem þessi brot beinast gegn. Það er kominn tími á breytingar,“ segir Sema Erla.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21 Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5. nóvember 2022 10:21
Heyrist vera almenn samstaða um lögin þó framkvæmdin sé iðulega gagnrýnd Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra heyrist að almenn samstaða sé um útlendingalögin þó að framkvæmdin við brottflutning hælisleitenda sé iðulega gagnrýnd. 4. nóvember 2022 13:26