Napoli búið að vinna níu leiki í röð | Mikael Egill kom inn af bekknum í tapi fyrir AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 22:00 Napoli eru óstöðvandi heima fyrir. DeFodi Images/Getty Images Napoli vann góðan 2-1 sigur á Atalanta í toppslag Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í fótbolta í kvöld. Napoli hefur nú unnið níu leiki í röð. Mikael Egill Ellertsson spilaði 20 mínútur þegar Spezia tapaði naumlega 2-1 fyrir AC Milan á San Siro. Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Sjá meira
Napoli hefur spilað frábærlega það sem af er leiktíð og var taplaust á toppi deildarinnar fyrir leik dagsins. Heimamenn í Atalanta hefðu getað opnað toppbaráttu Serie A upp á gott og virtust vera að gera það þegar Ademola Lookman skoraði úr vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Það tók gestina ekki langan tíma að jafna metin en Piotr Zieliński gerði vel og gaf fyrir markið fjórum mínútum síðar. Boltinn fór beint á kollinn á Victor Osimhen sem skallaði hann auðveldlega í netið. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks gaf Osimhen á Eljif Elmas sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu mörkin ekki fleiri í leiknum, lokatölur 2-1 Napoli í vil. @en_sscnapoli (Ninth straight win for the first time since February 2018). Piotr Zieli ski: 300th game for Napoli in all competitions.@HirvingLozano70: 100 Serie A matches for Napoli. What a night #AtalantaNapoli pic.twitter.com/1EKtZ7NucY— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Napoli er með 35 stig eftir 13 umferðir þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og gert tvö jafntefli. Atalanta er í 3. sæti með 27 stig. Á San Siro voru Mikael Egill og félagar í Spezia í heimsókn. Theo Hernández kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 er flautað var til loka hans. Í þeim síðari jafnaði Daniel Maldini metin fyrir gestina en Daniel er sonur hins goðsagnakennda Paolo Maldini og er í raun á láni hjá Spezia frá AC Milan. Struck the ball #MilanSpezia pic.twitter.com/q24cBy9HxQ— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 5, 2022 Skömmu síðar kom Sandro Tonali heimamönnum yfir á nýjan leik en eftir að dómari leiksins skoðaði markið betur ákvað hann að dæma það af vegna brots í aðdragandanum. Á 69. mínútu kom Mikael Egill af varamannabekk Spezia, hans níundi leikur á tímabilinu. Sléttum tuttugu mínútum síðar skoruðu heimamenn loks sigurmarkið. Oliver Giroud kom Milan þá yfir með góðu skoti eftir sendingu Tonali. Giroud nældi sér í sitt annað gula spjald örskömmu síðar og var því rekinn af velli. Heimamenn kláraðu leikinn manni færri en unnu gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Milan fer með sigrinum upp í 2. sæti með 29 stig á meðan Spezia er með 17. sæti með 9 stig. Oliver Giroud tryggði AC Milan dýrmætan sigur.Mattia Ozbot/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Sjá meira