Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2022 16:20 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra. vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, ræddi málefni hælisleitenda á Sprengisandi á Bylgjunni. Hópbrottvísun stjórnvalda í vikunni hafa vakið hörð viðbrögð. Þá sér í lagi meðferð stjórnvalda á fötluðum flóttamanni frá Írak. Dómsmálaráðherra segir enga aðra framkvæmd í boði þegar kemur að málefnum hælisleitenda. Hjálparsamtök hafa hins vegar lýst því yfir að alvarleg afturför hafi átt sér stað í málsmeðferð þeirra hér á landi. Mótmælt var á Austurvelli í dag vegna brottflutningsins. Sjá einnig: Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ Munu læra af þessu Guðmundur Ingi segir vinnubrögð lögreglu á miðvikudag óásættanleg. „Ef við tökum þessa brottvísun, og þá vil ég horfa fyrst og fremst til fatlaða mannsins að þá verð ég að segja að mér finnst óásættanlegt að lögreglan sé ekki með bifreið allan tímann til að flytja fatlaðan einstakling upp úr stólnum. Þarna verðum við að líta til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir það „common sense“ að hinn fatlaði einstaklingur hafi þann stuðning sem hann á rétt á, þar á meðal réttindagæslumann. „Lögreglan verður að gera þetta betur en þetta og ég er viss um að þau munu læra af þessu,“ bætir hann við. Stærri umræða að hætta að senda til Grikklands Þá barst talið að aðstæðum í Grikklandi. „Að íslensk stjórnvöld skuli í alvöru vera að senda fatlaðan einstakling til Grikklands og þú segir bara „þetta snýst um hvort lögreglan sé með tiltekinn bíl“, það er áfangastaðurinn sem ég er að tala um,“ svaraði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi. Guðmundur sagði því vilja ræða þessa tvo hluti í sitthvoru lagi, réttindi fatlaðs fólks í fyrsta lagi og Grikkland sem áfangastað flóttafólks í öðru lagi. „Það er hluti af kannski stærri umræðu ef Ísland ætla að skera sig úr hvað þetta varðar. Það er umræða sem sé kannski bara hollt að taka,“ sagði Guðmundur varðandi það hvort stjórnvöld ættu að hætta að senda hælisleitendur til Grikklands. Hann myndi vilja líta til annarra ríkja og þeirra aðstæðna sem eru í Grikklandi. Horfa verði til þess að stjórnvöld hafi þá lagaskyldu að meta hvert og eitt dæmi fyrir sig. Hlusta má á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að ofan en talið berst að nýlegri brottvísun eftir að um 11 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Lögreglan Sprengisandur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira