Vélin, af gerðinni ATR 42-500, var á vegum Precision Air, sem er stærsta einkarekna flugfélag í Tansaníu. Slæmt veður var á svæðinu þegar flugvélin brotlenti í vatninu, um hundrað metra frá flugvelli. 43 voru um borð og hefur yfirvöldum tekist að bjarga 26 farþegum. Tvö sem fundust látin eru mögulega talin hafa tekið þátt í aðgerðunum að sögn yfirvalda.
Menn sem voru á veiðum í Viktoríuvatni voru fyrstir á vettvang og hjálpuðu farþegum úr flugvélinni. Guardian greinir frá því að fjölskyldur farþega hafi séð vélina steypast ofan í vatnið, þegar fjölskyldumeðlimir biðu eftir ættingjum sínum á flugvellinum.