„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 21:38 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“ Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“
Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15