Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 10:03 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands til að mynda á þremur stórmótum. VÍSIR/DANÍEL Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir vakti máls á því í gær að hvorki hún né Glódís Perla Viggósdóttir hefðu fengið nokkra viðurkenningu frá KSÍ eftir að hafa í apríl spilað sinn 100. A-landsleik. Dagný benti á að bæði Aron og Birkir Bjarnason hefðu fengið sérstaka 100 landsleikja treyju að gjöf. Í kjölfarið benti svo Margrét Lára Viðarsdóttir, langmarkahæsta landsliðskona í sögu Íslands, á það að þrátt fyrir að hafa spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri, eða í átján ár, hefði hún aldrei verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum fyrir sig. Nú hefur markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir bæst í hópinn og bent á að hún bíði enn eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Ég get bætt við í umræðuna um litlu hlutina sem @dagnybrynjars og #MLV9 komu í gang að þó ég hafi ekki náð 100 A liðs leikjum á landsliðsferli sem náði yfir hátt í 20 ár þá er ég er enn að bíða eftir 50 leikja styttunni minni sem ég hefði átt að fá fyrir löngu #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022 Allar þrjár taka þær fram að um „litlu hlutina“ sé að ræða, sem KSÍ virðist hafa gleymt eða hundsað. Í reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar segir að veita skuli knattspyrnustyttu í viðurkenningarskyni þeim leikmönnum sem náð hafa að leika 50 A-landsleiki. Einnig segir þar að veita eigi leikmönnum sem ná 100 A-landsleikjum sérhannað listaverk í viðurkenningarskyni. Guðbjörg lék sinn fyrsta A-landsleik í mars 2004 og þann 64. og síðasta árið 2019. Hún lék 50. A-landsleik sinn gegn Írlandi í vináttulandsleik sumarið 2017, í aðdraganda EM í Hollandi. Uppfært klukkan 11.40: Guðbjörg greindi frá því á Twitter að KSÍ hefði strax brugðist við og að hún myndi fá styttuna afhenta um jólin þegar hún kæmi til Íslands frá Svíþjóð. Takk @footballiceland fyrir skjót viðbrögð Ég fæ styttuna þegar ég kem til Íslands um jólin #fotbolti— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) November 7, 2022
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira