Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2022 07:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta og Freyr Alexandersson. Vísir/Lyngby Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira
Freyr var gestur í þættinum „Cheftræneren“ og fór yfir víðan völl. Hans helstu fyrirmyndir voru meðal þess sem var talað um en þá var hann einnig spurður hvernig það gengi að „slökkva á fótboltanum“ þegar heim væri komið. „Það er ótrúlega erfitt að hugsa ekki um liðið, leikmennina, stöðuna og verkefnið í heild sinni. Ég á son sem er fimm ára gamall og þegar við erum saman þá vil ég virkilega vera til staðar. En það kemur oft fyrir í undirmeðvitundinni, við erum með Hvolpasveitardótið hans eða hvað það er og svo er ég allt í einu með Kaastrup hér og Rezan hér,“ sagði Freyr og hló. Magnus Kaastrup og Rezan Corlu eru leikmenn Lyngby en ekki hluti af leikföngum barnanna. Freyr Alexandersson har svært ved at være helt til stede, når han leger med sin søn Se det nyeste afsnit af Cheftræneren på discovery+, og følg med i FCK-LBK i morgen fra kl. 15 på 6eren eller uden afbrydelser også på discovery+ #sldk pic.twitter.com/oi83q6WkS4— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 5, 2022 Freyr er á sínu öðru tímabili með Lyngby en liðið flaug upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur ekki verið gott og er Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Ásamt því að þjálfa í Danmörku hefur Freyr þjálfað í Katar, á Íslandi sem og að hafa unnið fyrir bæði íslenska karla- og kvennalandsliðið á ferli sínum. Aðspurður út í hver átrúnaðargoð hans séu þá segist Freyr ekki beint eiga slík en það eru þó fjölmargir þjálfarar sem hann horfir upp til. Það hefur þó breyst með tíð og tíma. José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen fagna ógurlega ásamt manni sem enginn kannast við.Rebecca Naden/Getty Images „Þegar ég byrjaði að þjálfa var ég með José Mourinho á heilanum og á þeim tímapunkti var Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea og ég gerði allt sem ég gat til að fá upplýsingar frá honum sem og föður hans, Arnór Guðjohnsen.“ Körfuboltaþjálfarinn Phil Jackson er annar sem kemur upp í spjalli Freys. Sá stýrði Chicago Bulls þegar Michael Jordan var upp á sitt besta og færði sig svo yfir til Los Angeles Lakers þar sem hann vann fjölda titla með Kobe Bryant heitnum og Shaquille O'Neal. „Ég hef lesið allar hans bækur. Hvernig hann meðhöndlar stjörnurnar í liðum sínu finnst mér mjög áhugavert.“ Phil Jackson og Kobe.vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er meðal þeirra sem Freyr telur upp. Nefnir Freyr að þegar hann þjálfaði hjá Val þá var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður Guðmundar hjá landsliðinu, einnig að þjálfa hjá félaginu. Það nýtti Freyr sér til hins ítrasta. „Í aðdraganda Ólympíuleikanna 2008 fékk ég að fylgjast með, sjá hvernig þeir lögðu hlutina upp og unnu með leikmönnum.“ Þá fá Dagur Sigurðsson, Jürgen Klopp og landsliðsþjálfarar Íslands undanfarin ár: Lars Lagerbäck, Erik Hamrén og Heimir Hallgrímsson. „Ég hef lært eitthvað af þeim öllum.“ Erik Hamrén, Freyr Alexandersson og teymi íslenska landsliðsins fagna.Vísir/Daníel Þór Að lokum nefnir Freyr eiginkonu sína og faðir. Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona hans, hefur hjálpað Frey að núllstilla sig, halda sér í núinu og halda einbeitingu í storminum sem líf þjálfarans getur verið. Faðir hans kenndi honum svo að allt væri mögulegt ef viljinn væri fyrir hendi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Sjá meira