Haraldur ekki á meðal þúsunda sem Elon Musk sagði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 10:55 Haraldur Þorleifsson kom fram á Airwaves um liðna helgi. Hann hefur farið fyrir verkefninu Römpum upp Reykjavík sem hefur teygt sig út á landsbyggðina. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stjórnandi Ueno, er enn á meðal stjórnenda á Twitter. Hann er ekki á meðal þeirra fjölmörgu sem sagt var upp störfum fyrir helgi. Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57