„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2022 21:00 Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Getty Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“ Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Ferðamannastraumur um svæðið við Kirkjufell hefur aukist síðustu árin en nokkur þúsund manns koma þar við á góðum sumardögum. Á sama tíma hafa göngur á fjallið hafa færst í aukana og slysum fjölgað. Eftir sameiginlegan fund landeiganda, bæjarstjóra Grundafjarðarbæjar, viðbragðsaðila og fleiri um helgina var ákveðið að banna göngur á Kirkjufell til 15. júní á næsta ári. „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið. Það er bara ekkert ásættanlegt. Fyrir utan að einhver önnur slys hafa orðið. Svo þegar það gerist þá fellur fólk niður á erfiða staði og þá erum við að setja líka viðbragðsaðila í hættu við að bjarga fólkinu,“ segir Jóhannes Þorvarðarson landeigandi. Jóhannes Þorvarðarson, landeigandi.Aðsent Ferðamennirnir láti ekki frost og kulda stoppa sig en undanfarna daga hafi nokkrir gengið þar upp. Þrátt fyrir að skilti á svæðinu segi fólki að útbúa sig vel fyrir göngurnar þá fari fáir eftir því og margir séu illa skóaðir. „Það er enginn hér í byggð sem að hefur stundað það að fara upp á Kirkjufell nema í þurru og góðu veðri. Fólk hér á svæðinu það fer aldrei þarna upp, sem að ekki hefur farið áður, nema í fylgd með reyndari mönnum. Ekki eins og þessir túristar eru að gera að fara þarna án nokkurrar þekkingar á fjallinu.“ Samráðsnefnd mun fara betur yfir málið og skoða hvernig aðgengi að svæðinu verði háttað til framtíðar. Þá verða nú sett upp skilti sem sýnir að uppganga sé bönnuð. „Svo treystum við bara á að allir aðilar sem að sinna ferðamannaþjónustu og upplýsingum til ferðamanna kynni þetta fyrir ferðamönnum. Þannig að fólk bara sjái að sér sjálft og sé ekki að fara þarna upp að óþörfu.“
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Slysavarnir Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15