Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 15:36 Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot á sínum tíma. Ákæru á hendur honum og Tryggva Jónssyni var vísað frá að hluta í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars. Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars.
Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira