Bættari heilsa með góðu heilsulæsi Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 9. nóvember 2022 18:31 Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna var í mótun. Á þinginu að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á allt það sem við sem einstaklingar getum gert til þess að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Með því að helga þingið í ár lýðheilsu er þeim áherslum sem fram koma í nýrri heilbrigðisstefnu fylgt eftir með áherslu á innleiðingu hennar en stefna til ársins 2030 var samþykkt á síðasta löggjafarþingi. Á þinginu verður einnig farið yfir hvernig stjórnvöld og stofnanir í samfélaginu geta skapað sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum stigum æviskeiðsins. Um þessar mundir er að störfum verkefnahópur sem vinnur að mótun aðgerðaáætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu og afrakstur heilbrigðisþingsins á fimmtudaginn mun án efa nýtast við þá vinnu. Heilsan í dag skiptir máli fyrir framtíðina Öflugt og gott heilbrigðiskerfi skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að heilsufari þjóðarinnar og þar koma til álita margir áhrifaþættir. Um langt skeið hefur verið virk samvinna á milli Embættis landlæknis og fjölmargra sveitarfélaga um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Sveitarfélögin hafa í auknum mæli lagt áherslu á málaflokkinn og ráðið lýðheilsufulltrúa til starfa. Sveitarfélögin eru m.a. að leggja áherslu á heilsueflandi umhverfi s.s. hjóla- og gönguleiðir, næringu barna í skólum, forvarnir og heilsueflingu eldra fólks svo eitthvað sé nefnt. Efling lýðheilsu er þverfaglegt verkefni þar sem árangurinn byggist á samvinnu, sannreyndum aðferðum og skýrri stefnumörkun stjórnvalda. Út frá arðsemi skilar löggjöf mestum heilsufarslegum ábata. Út frá þeim rökum er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti einnig áhrif löggjafar og stjórnvaldsákvarðana á heilsu landsmanna. Við erum sem þjóð að verða meðvitaðri um þá þætti sem stuðla að bættari heilsu okkar. Með því að efla heilsulæsi enn frekar má auka þekkingu og skilning á því hvaða áhrif ólíkir valkostir hafa. það er ótvíræður hagur okkar allra að við leggjum áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og gera þjóðinni auðveldara fyrir að velja heilbrigðan lífsstíl. Heilbrigðisþing tileinkað lýðheilsu er sannarlega skref í rétta átt. Heilsa eins, hagur allra! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið. Lýðheilsuþingið er haldið undir sömu formerkjum og heilbrigðisþingin sem haldin hafa verið árlega frá árinu 2018 þegar gildandi heilbrigðisstefna var í mótun. Á þinginu að þessu sinni verður lögð sérstök áhersla á allt það sem við sem einstaklingar getum gert til þess að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Með því að helga þingið í ár lýðheilsu er þeim áherslum sem fram koma í nýrri heilbrigðisstefnu fylgt eftir með áherslu á innleiðingu hennar en stefna til ársins 2030 var samþykkt á síðasta löggjafarþingi. Á þinginu verður einnig farið yfir hvernig stjórnvöld og stofnanir í samfélaginu geta skapað sem bestar aðstæður til heilsueflingar á öllum stigum æviskeiðsins. Um þessar mundir er að störfum verkefnahópur sem vinnur að mótun aðgerðaáætlunar um framkvæmd lýðheilsustefnu og afrakstur heilbrigðisþingsins á fimmtudaginn mun án efa nýtast við þá vinnu. Heilsan í dag skiptir máli fyrir framtíðina Öflugt og gott heilbrigðiskerfi skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að heilsufari þjóðarinnar og þar koma til álita margir áhrifaþættir. Um langt skeið hefur verið virk samvinna á milli Embættis landlæknis og fjölmargra sveitarfélaga um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Sveitarfélögin hafa í auknum mæli lagt áherslu á málaflokkinn og ráðið lýðheilsufulltrúa til starfa. Sveitarfélögin eru m.a. að leggja áherslu á heilsueflandi umhverfi s.s. hjóla- og gönguleiðir, næringu barna í skólum, forvarnir og heilsueflingu eldra fólks svo eitthvað sé nefnt. Efling lýðheilsu er þverfaglegt verkefni þar sem árangurinn byggist á samvinnu, sannreyndum aðferðum og skýrri stefnumörkun stjórnvalda. Út frá arðsemi skilar löggjöf mestum heilsufarslegum ábata. Út frá þeim rökum er afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti einnig áhrif löggjafar og stjórnvaldsákvarðana á heilsu landsmanna. Við erum sem þjóð að verða meðvitaðri um þá þætti sem stuðla að bættari heilsu okkar. Með því að efla heilsulæsi enn frekar má auka þekkingu og skilning á því hvaða áhrif ólíkir valkostir hafa. það er ótvíræður hagur okkar allra að við leggjum áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og gera þjóðinni auðveldara fyrir að velja heilbrigðan lífsstíl. Heilbrigðisþing tileinkað lýðheilsu er sannarlega skref í rétta átt. Heilsa eins, hagur allra! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun