Sautján ára nýliði fer með Þjóðverjum á HM og Götze snýr aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 11:33 Youssoufa Moukoko verður átján ára þremur dögum áður en Þýskaland leikur sinn fyrsta leik á HM í Katar. getty/Boris Streubel Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Borussia Dortmund, í HM-hópi Þýskalands þrátt fyrir að hafa aldrei spilað landsleik. Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira