Frá í þrjá til fjóra mánuði eftir að hafa verið skorinn á púls í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 13:02 Evander Kane brunar inn í klefa eftir að hafa óvart verið skorinn á púls í leik. AP/Jason Behnken Íshokkíleikmaðurinn Evander Kane varð fyrir mjög óskemmtilegri lífsreynslu í NHL-deildinni á dögunum. Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022 Íshokkí Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Kane spilar með Edmonton Oilers liðinu og atvikið hrikalega varð í 3-2 sigurleik liðsins á móti Tampa Bay Lightning á þriðjudaginn. Wishing @evanderkane a speedy recovery. pic.twitter.com/q20tiW8PN2— Sportsnet (@Sportsnet) November 9, 2022 Kane og Philippe Myers, varnarmaður Lightning, lentu þá saman á vellinum og duttu á ísinn. Þar kom Pat Maroon, framherji Tampa Bay, á ferðinni og tókst honum á óviljandi og óheppilegan hátt að skera Kane á púls með skautanum sínum. Evander Kane spilar ekki með Edmonton Oilers á næstunni.Getty/Derek Leung Kane greip skiljanlega um úlnliðinn sinn og brunaði beint inn í klefa. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Edmonton Oilers setti leikmanninn á sjúkralistann þar sem hann verður næstu mánuðina. Talið er að hann verði frá keppni í þrjá til fjóra mánuði. Kane skrifaði undir fjögurra ára samning við Oilers liðið í sumar en hann fær 20,5 milljónir dollara fyrir hann. Hann er með fimm mörk og átta stoðsendingar í þrettán leikjum á þessari leiktíð. „Ég vil þakka öllum fyrir allar hlýju kveðjurnar og bænirnar á síðustu klukkutímum. Auðvitað var þetta einstaklega ógnvekjandi stund í gærkvöldi og ég er enn í svolitlu áfalli,“ sagði Evander Kane í yfirlýsingu frá félaginu. „Ég vil þakka öllu starfsliðinu hjá bæði Edmonton Oilers og Tampa Bay Lightning, sem og læknum og hjúkrunarliði sem kom mér til hjálpar og hugaði að þessum meiðslum mínum. Án ykkar hefði þetta getað endað miklu verr og ég er mjög þakklátur,“ sagði Kane. Wishing the best for Evander Kane. pic.twitter.com/brLO32VwAk— SiriusXM NHL Network Radio (@SiriusXMNHL) November 9, 2022
Íshokkí Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira