Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:05 James Maddison, miðjumaður Leicester, fékk mjög góðar fréttir frá Gareth Southgate í dag. Getty/Charlotte Wilson Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira