Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 14:05 James Maddison, miðjumaður Leicester, fékk mjög góðar fréttir frá Gareth Southgate í dag. Getty/Charlotte Wilson Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Þetta er þriðja stórmótið sem enska liðið spilar undir stjórn Southgate en hann tók við landsliðinu eftir að Ísland sparkaði Englendingum út af EM í Frakklandi 2016. Enska liðið stóð sig frábærlega fram yfir síðasta Evrópumót en síðustu mánuðir hafa verið liðinu erfiðir enda hefur enska landsliðið ekki fagnað einum sigri í síðustu sex leikjum sínum. James Maddison, miðjumaður Leicester, var valinn í hópinn en hann hefur aðeins leiki einn landsleik fyrir England. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City er í hópnum og það er líka Callum Wilson, framherji Newcastle. Walker hefur verið að glíma við nárameiðsli en ætti að geta náð einhverjum leikjum á HM. Reece James (hné) og Ben Chilwell (aftan í læri) ná sér aftur á móti ekki af sínum meiðslum í tíma fyrir mótið. Maddison hefur unnið sér sæti í liðinu með frábærri frammistöðu á miðju Leicester City þar sem hann er með sex mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tólf leikjum. Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! pic.twitter.com/z6gVkRTlT3— England (@England) November 10, 2022 Arsenal maðurinn Ben White fær að fara með en hann er fjölhæfur varnarmaður sem hefur verið að spila vel með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Conor Gallagher hjá Chelsea var sá síðasti inn í hópinn þegar enskir blaðamenn voru að reyna að grafast fyrir um hópinn áður en tilkynningin kom. Harry Maguire, Raheem Sterling og Kalvin Philips eru allir í hópnum þrátt fyrir vera út í kuldanum eða meiddir hjá sínum félögum. Callum Wilson og James Maddison hafa ekki spilað fyrir enska landsliðið í þrjú ár og Kalvin Phillips hefur ekki byrjað leik hjá Manchester City á þessari leiktíð. Southgate velur aftur á móti ekki Ivan Toney sem gæti hér eftir möguleika valið að spila fyrir Heimi Hallgrímsson í landsliði Jamaíka. Tammy Abraham hjá Roma kemst heldur ekki í hópinn. Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, var að spila með liðinu á EM fyrir sextán mánuðum en hann er ekki einu sinni í umræðunni í dag eftir hörmungar sínar á Old Trafford. Liðsfélagi hans Marcus Rashford gerði hins vegar nóg til að vinna sér særi í HM-hópnum. Enska landsliðið hefur ekki orðið heimsmeistari í 56 ár eða síðan liðið vann heimsmeistaratitilinn á heimavelli sínum árið 1966. Enska liðið komst aftur á móti í úrslitaleikinn á EM í fyrrasumar og fór alla leið í undanúrslitaleikinn á síðasta HM í Rússlandi. England tapið fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik EM 2021 og í framlengingu á móti Króatíu í undanúrslitaleik HM 2018. England er í riðli með Bandaríkjunum, Wales og Íran og eru Íranir fyrstu mótherjar þeirra 21. nóvember næstkomandi.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira