Vill bjóða Jóni í skoðunarferð til Grikklands Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 21:41 Haraldur vill bjóða Jóni í utanlandsferð. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson hefur boðist til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir dómsmálaráðherra ef hann fylgir honum til Grikklands að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi. Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33