Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 11:29 Vélin er af gerðinni Thrush S2R-H80. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira