Þar var það róin sem átti að flæða yfir nemendur undir miklu álagi, en vitanlega ekki heill róni. Bæði eru orðin þó eins í þolfalli eintölu, annað með greini og hitt ekki, sem býður auðvitað hættunni heim. Fjallað var um þennan misskilning í Íslandi í dag, sem sjá mér hér að ofan og um leið gefin góð ráð til að láta róna örugglega flæða yfir sig um helgina.

Nína Richter blaðamaður vakti máls á tvíræðninni á Twitter, þar sem Stefán Hrafn Hagalín samskiptastjóri Háskólans í Reykjavík svaraði fyrir sig: „Flinki textasmiðurinn okkar á nógu erfiðan dag þótt þú sért ekki líka að stríða! Svona gerist alls staðar. Fyndið slys með ákveðnum greini, en ekki frábært dæmi um hnignun móðurmálsins (sem fór framhjá milljón manns btw). Rýnum nú verkferla.“
Og þess vegna skiptir lestur og máltilfinning mannauðsins máli, líka árið 2022. pic.twitter.com/H4al58KvMj
— Nína Richter (@Kisumamma) November 3, 2022
Jesús, Nína. Flinki textasmiðurinn okkar á nógu erfiðan dag þótt þú sért ekki líka að stríða! 😀 Svona gerist alls staðar. Fyndið slys með ákveðnum greini, en ekki frábært dæmi um hnignun móðurmálsins (sem fór framhjá milljón manns btw). Rýnum nú verkferla fyrir @hismid_hladvarp!
— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) November 3, 2022