Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Þroskahjálp, Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra meðal annars til að ræða þessi mál. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12