Vök Baths hlutu Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 18:00 Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022. Eliza Reid, forsetafrú og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths og Ívari Ingimarssyni, stjórnarmanni hjá Vök Baths. Aðsent/SAF/EÁ Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent í dag í nítjánda sinn en það voru Vök Baths á Egilsstöðum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Eliza Reid afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu. Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“ Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Verðlaunin afhentu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) á afmælisdegi félagsins. Í ár bárust SAF fjórtán tilnefningar til verðlaunanna. Ásamt Vök Baths hlutu Hopp Reykjavík og Höldur – Bílaleiga Akureyrar Nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar fyrir verkefni sitt „Hopp deilibílar.“ Verðlaunin afhenda SAF fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með þeim að hvetja til frumkvöðla og fyrirtæki áfram í nýsköpun innan ferðaþjónustunnar. Hopp deilibílar hlutu nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar 2022. Eyþór Máni Steinarsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir frá Hopp Reykjavík og Viktor Guðjónsson, Bergþór Karlsson og Pálmi Viðar Snorrason frá Höldi – Bílaleigu Akureyrar.Aðsent/SAF/EÁ Fram kemur í fréttatilkynningu vegna verðlaunanna að Vök Baths sé ánægjuleg nýjung fyrir Austurland sem og ferðamenn sem landshlutann heimsækja. „Hönnun staðarins endurspeglar þema náttúrunnar í kring og leikur lerki þar lykilhlutverk sem allt var sótt í Hallormsstaðaskóg, elsta þjóðskóg Íslands. Mikil áhersla er lögð á að sækja í staðbundin hráefni þar sem unnt er. Má þar nefna lífrænt ræktaðar jurtir frá Vallanesi á tebarnum og bjóra sem framleiddir eru í samstarfi við brugghúsið Austra,“ segir í tilkynningunni. Vök Baths samanstanda af tveimur heitum sjóndeildarlaugum, tveimur heitum laugum til viðbótar, vaðlaug og eimbaði ásamt fleiru. Böðin eru staðsett á bakka Urriðavatns við Egilsstaði. Hér má sjá yfirlitsmynd af aðstöðu Vök Baths.Facebook/Vök Baths Haft er eftir Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths þar sem hún segir verðlaunin veita fyrirtækinu innblástur til þess að gera betur. „Vök Baths er mjög gott dæmi um mikilvægi þess að við hugsum ekki aðeins um það að dreifa ferðamönnum um landið heldur að dreifa fjárfestingum og uppbyggingu um landið. Fjárfesting og uppbygging sem þessi laðar ferðamenn hvaðanæva að til þess að heimsækja Austurland. Þeir eru líklegri til að staldra við og nýta þá þjónustu sem þar er í boði og kynna sér hvað samfélagið á Austurlandi hefur upp á að bjóða. Það að hljóta Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar veitir okkur góðan byr til að gera enn betur.“
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Múlaþing Nýsköpun Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun