Handbolti

Hörður kvartar til EHF vegna fram­komu lett­neska sam­bandsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður frá Ísafirði leikur í Olís deild karla.
Hörður frá Ísafirði leikur í Olís deild karla. Vísir/Hulda Margrét

Lið Harðar í Olís deild karla hefur fengið nóg af framkomu lettneska handknattleikssambandsins í sinn garð. Hefur Hörður lagt inn formlega kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Frá þessu var greint á Facebook síðu Hattar.

Hörður er með lettneska leikmenn á sínum snærum en félagið hefur tekið þá ákvörðun að hleypa þeim ekki í verkefni með landsliðinu þar sem stór prósenta af ferðakostnaði leikmanna falli á Hörð þegar kemur að slíkum verkefnum.

Yfirlýsing Harðar er á ensku en þar kemur fram að sambandið í Lettlandi hafi aldrei greitt allan ferðakostnað og því hafi Hörður aðstoðað sína menn að komast alla leið. Um er að ræða kostnað sem á alls ekki að falla á félagið.

Hörður tekur fram að félagið hafi landsliðsmenn innan sinna raða þá sé það ekki í verkahring félagsins að aðstoða landssambönd þeirra landa við að koma leikmönnum í æfingabúðir eða leiki með landsliðum. Óskar Hörður eftir að EHF stígi inn í þar sem lettneska sambandið hefur til þessa ekki svarað fyrirspurnum Harðar.

Yfirlýsingu Harðar má finna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×