Sven-Bertil Taube er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 09:53 Sven-Bertil Taube er látinn, 87 ára að aldri. Wikipedia Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrsta plata Sven-Bertil kom út árið 1954 þegar hann var tvítugur. Plötuna tók hann upp í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum. Á plötuni söng hann klassísk sænsk lög. Sex árum seinna gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sænska tónskáldsins Carl Michael Bellman. Sama ár gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sem faðir hans hafði samið. Á sjöunda og áttunda áratugnum gaf hann út tuttugu breið- og smáskífur en eftir það fór útgáfugleði hans dvalandi. Á sama tíma hóf hann leiklistarferil sinn. Hann lék mikið í leikhúsi, þar á meðal í leikhúsi á West End í London. Hann bjó lengi vel í ensku höfuðborginni. Sven-Bertil þótti afar góður leikari og hlaut mörg verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal fyrir myndirnar En enkel till Antibes sem kom út árið 2011 og Händerna sem kom út árið 1994. Sjón Sven-Bertils fór versnandi með árunum og greindist hann með sjóndepilsrýrnun. Hann ræddi mjög opinskátt um veikindi sín í heimildarmynd um líf hans sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2016. Svíþjóð Andlát Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Fyrsta plata Sven-Bertil kom út árið 1954 þegar hann var tvítugur. Plötuna tók hann upp í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum. Á plötuni söng hann klassísk sænsk lög. Sex árum seinna gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sænska tónskáldsins Carl Michael Bellman. Sama ár gaf hann út aðra plötu þar sem hann söng lög sem faðir hans hafði samið. Á sjöunda og áttunda áratugnum gaf hann út tuttugu breið- og smáskífur en eftir það fór útgáfugleði hans dvalandi. Á sama tíma hóf hann leiklistarferil sinn. Hann lék mikið í leikhúsi, þar á meðal í leikhúsi á West End í London. Hann bjó lengi vel í ensku höfuðborginni. Sven-Bertil þótti afar góður leikari og hlaut mörg verðlaun fyrir leik sinn, þar á meðal fyrir myndirnar En enkel till Antibes sem kom út árið 2011 og Händerna sem kom út árið 1994. Sjón Sven-Bertils fór versnandi með árunum og greindist hann með sjóndepilsrýrnun. Hann ræddi mjög opinskátt um veikindi sín í heimildarmynd um líf hans sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu árið 2016.
Svíþjóð Andlát Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira