Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á löggæslusviði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Í morgun greindum við frá því að tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólagengisins Hells Angels í Þýskalandi og Svíþjóð hafi verið vísað frá landi þar sem þeir teljast ógna þjóðaröryggi. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær þegar meðlimirnir komu til landsins. Sjö þeirra komust inn í landið og voru handteknir á Reykjanesbrautinni í gær en fimmtán biðu á flugvellinum eftir að verða vísað úr landi. Allir tuttugu og tveir fóru af landinu í morgun.
Þeir fimm sem lögregla hafði til skoðunar í dag og munu yfirgefa landið í fyrramálið komu hingað til lands með flugi frá Kaupmannahöfn en eru búsettir í Þýskalandi.