Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin.
Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur.
TEAM MERCEDES 🤜💥🤛
— Formula 1 (@F1) November 12, 2022
It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9
Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi.
Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið.