Russell á ráspól en heimsmeistarinn ræsir þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 09:01 Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton verða saman í fremstu rásröð i brasilíska kappakstrinum í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell verður á ráspól þegar ræst verður í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag eftir að hafa tryggt sér sigur í sprettkeppninni í gærkvöldi. Nýkrýndi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir hins vegar þriðji. Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið. Akstursíþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið.
Akstursíþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira