Fimmtíu klukkustunda þolraun þegar borið mikinn árangur Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. nóvember 2022 22:06 Það var varla að sjá á Einari að hann hefði verið við stanslausa hreyfingu í heilar fimmtíu klukkustundir. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin. Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Reykjavík Góðverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi með uppátækinu viljað minna á hið góða starf sem Píeta samtökin vinna og fá umræðuna um sjálfsvíg upp á yfirborðið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Af því að við erum alltaf að hvísla þetta okkar á milli, þannig náum við engum árangri,“ segir hann. Rætt var við hann að loknu afrekinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir málefnið vera sér hugleikið enda sé alls staðar í kringum okkur fólk sem kljáist við sjálfsvígshugsanir. Náði til margra í nótt Benedikt Þór Guðmundson, verkefnastjóri Píeta samtakanna segir að þónokkrir hafi hringt í samtökin í nótt og leitað sér aðstoðar vegna sjálfsvígshugsana eftir að hafa séð framtak Einars. Píetasíminn er opinn allan sólarhringinn í síma 552 2218. benedikt Þór var ánægður með sinn mann.Stöð 2/Steingrímur Dúi „Það er fyrst og fremst að þakka öllum þeim fjölda manns sem hefur styrkt samtökin undanfarna dag og þessari samkennd sem hefur ríkt um allt land. Já, það hafa hringt nokkrir í gærkvöldi og í nótt að leita sér hjálpar bara af því þeir sá Einar í streyminu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir hann. Flýtur á adrenalíninu Einar var að vonum ansi þreyttur eftir aflraunina enda hafði verið á fótum, og vel það, í rúma fimmtíu klukkutíma. Ertu ekki búinn á því? „Jú, en samt svolítið að fljóta á adrenalíninu sem myndaðist. En jú, mjög þreyttur,“ segir hann. Að lokum segir Einar að það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hann kláraði klukkustundirnar fimmtíu af hreyfingu. Falleg og góð stund. Bjóða upp róðravélina Sem áður segir var aflraun Einar ætluð til þess að safna fjármunum fyrir Píeta samtökin en líkamsræktarstöðin Afrek, þar sem Einar framkvæmdi aflraunina, tekur einnig þátt í fjáröfluninni og býður upp róðravélina sem Einar notaði. Hæsta boð stendur nú í 300 þúsund krónum. Vilji einhver bjóða betur og styrkja gott málefni og eignast forláta róðravél að auki, skal sá hinn sami senda boð í skilaboðum til Afreks á Facebook. Öðrum sem vilja styrkja samtökin beint er bent á söfnunarreikninginn hér að neðan: Kennitala: 410416-0690 Reikningsnúmer: 0301-26-041041 Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavík Góðverk Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira