Ronaldo segist myndarlegri en Rooney sem sé öfundsjúkur Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney náðu vel saman í liði Manchester United og unnu til að mynda Meistaradeild Evrópu árið 2008. Getty/liewig christian Cristiano Ronaldo skýtur föstum skotum að sínum gamla samherja Wayne Rooney, sem gagnrýnt hefur Ronaldo, í viðtalinu við Piers Morgan sem vakið hefur mikla athygli. Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“ Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Í viðtalinu segir Ronaldo að Manhester United hafi svikið sig og að háttsettir aðilar hafi reynt að bola honum í burtu. Þá sagðist hann enga ástæðu sjá til þess að bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag þar sem að Ten Hag sýndi honum enga virðingu, og að umgjörðin hjá United hefði ekkert breyst eða þróast árum saman. Ronaldo nýtti einnig tækifærið til að hnýta í Wayne Rooney en Rooney sagði á dögunum að hegðun Ronaldos á leiktíðinni væri á köflum búin að vera óforsvaranleg. Ronaldo neitaði til að mynda að koma inn á sem varamaður gegn Tottenham í síðasta mánuði og yfirgaf völlinn áður en flautað hafði verið til leiksloka. „Cristiano þarf bara að setja hausinn niður og vinna vinnuna, og vera tilbúinn að spila þegar stjórinn þarf á því að halda. Ef hann gerir það verður hann mikilvægur. Ef hann gerir það ekki þá veldur hann óvelkominni truflun,“ sagði Rooney. Cristiano Ronaldo has even hit out at former teammate Wayne Rooney pic.twitter.com/FVWSjaSCWL— MailOnline Sport (@MailSport) November 13, 2022 Við þessu brást Ronaldo í viðtalinu við Morgan með því að segja: „Ég veit ekki af hverju hann gagnrýnir mig svona illa. Sennilega því hans ferli er lokið og ég er enn að spila á háu stigi,“ greinilega sannfærður um að gagnrýni Rooney væri vegna afbrýðisemi, og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að ég líti betur út en hann. Sem er satt…“
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira