„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 12:00 Tryggvi Snær Hlinason treður með látum í leiknum gegn Georgíu. vísir/vilhelm Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins