Með bundnu slitlagi koma fleiri tækifæri Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 10:31 Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Vegagerð Fjarskipti Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Af hverju Dalabyggð? Það hefur komið fyrir að íbúar Dalabyggðar séu spurðir af hverju við veljum að búa hérna á sama tíma og við kvörtum yfir ástandi vega, fjarskipta og flutningsöryggi rafmagns. Jú, hérna er minna kapphlaup, það þarf ekki að eiga allt eða hafa allt innan seilingar. Það eru styttri boðleiðir, meiri nánd í samfélaginu. Hérna þarf ekki að borga sig inn í afslöppunarsetur til að upplifa kyrr og ró, það er nóg að fara út fyrir dyr. Þátttaka í hverskyns félagsstarfi miðar að því að skilja eitthvað eftir í samfélaginu. Samfélag þar sem er ekkert mál að lána eða redda, því slíkt er borgað til baka, við hjálpumst að við að láta hjólin snúast. Hérna er hægt að hafa nóg fyrir stafni dag eftir dag ef maður vill og einnig hægt að hafa ekkert á dagskrá þegar maður þarfnast þess. Þrátt fyrir þessi lífsgæði sem draga úr leiða, álagi og kulnun, þá megum við og eigum að láta vita af vanköntum. Við megum sem skattgreiðendur, þjónustunotendur, viðskiptavinir, fyrirtækjaeigendur, foreldrar og almennir íbúar tjá okkur um það sem mætti fara betur. Tækifæri Dalabyggðar eru svo gífurlega mörg og við viljum leita allra leiða svo hægt sé að nýta þau. Hver er staðan? Íbúar Dalabyggðar búa við það að Skógarstrandarvegur er eini stofnvegur á Vesturlandi sem er án bundins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem er án bundins slitlags, þar sem um 40km án slitlags standa innan Dalabyggðar. Klofningsvegur er um 83km þar sem aðeins er bundið slitlag við nokkur lögbýli á leiðinni. Einnig má nefna Orrahólsveg, Staðarhólsveg, Hjarðarholtsveg, Haukadalsveg, Hlíðarveg, Hálsbæjaveg, Hörðudalsvegi og svo framvegis. Hér erum við ekki að tala um vegi á heimsminjaskrá UNESCO þó þeir virki oft þannig í augum gesta. Þetta eru vegir þar sem býr fólk, þar sem skólabílar aka, þar sem rekin eru fyrirtæki. Þetta eru vegirnir sem færa okkur aðföng og flytja frá okkur vörur. Vegirnir sem við ferðumst um til að komast til vinnu eða heimsækja vini og vegirnir sem við bjóðum ferðamönnum að aka um þegar þeir koma inn á svæðið. Kemur við atvinnurekstur Sumarið 2022 var ferðaþjónum í Dalabyggð gott, gistirými vel nýtt og margir ferðaþjónar sem völdu að hafa opið lengra inn í haustið heldur en vanalega vegna eftirspurnar. Þetta sýnir hvað svæðið á ótrúlega mikið inni og við finnum fyrir auknum þrýstingi. Þrýstingi umferðar utan frá Snæfellsnesi um að hægt verði að opna hringleið með slitlagi um Snæfellsnes yfir í Dali. Það er ekkert launungamál að ferðaskrifstofur banna bílstjórum sínum að aka um Skógarstrandarveg á hópferðabílum og að ferðamönnum er ráðlagt að fara ekki um þennan veg á ferð sinni um landið vegna ástands hans. Á sama tíma hvetja ferðamenn sem fara þarna um aðra ferðamenn til að láta ástand vegarins ekki stoppa sig í að fara þessa leið eða heimsækja ferðaþjóna sem þar eru, því umhverfið og náttúran séu einstök. Náum fram árangri Það er ekki bara fúlt fyrir skólabörn að skrölta um þessa vegi tvisvar á dag eða fyrir íbúa við þessa vegi að geta aldrei verið fyllilega lausir við rykský á hlaðinu og óhreina bíla eða þurfa ætíð að hafa nokkur varadekk meðferðis. Heldur er það einnig fúlt fyrir fyrirtæki, sem missa viðskipti vegna þess að gestir treysta sér ekki til að aka til þeirra eða þeir fá lægri einkunn og færri stjörnur, þrátt fyrir fyrirmyndaraðstöðu aðeins vegna ástands vega á leiðinni. Ástand vegakerfis og umferðaröryggi hafa komið mjög illa út í Dalabyggð í íbúakönnunum undanfarin ár. Ákall íbúa Dalabyggðar um lagningu slitlags á vegi í sveitarfélaginu snertir ekki aðeins á mikilvægi samgangna heldur einnig byggðarmálum, atvinnu og öryggi. Fundir, ályktanir, greinaskrif, símtöl og samtöl um þessi mál miða öll að því að við getum fullnýtt möguleika Dalabyggðar og bætt lífsskilyrði íbúa sveitarfélagsins til muna. Leggjumst á eitt og náum fram árangri, fyrir íbúa Dalabyggðar. Höfundur er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála hjá Dalabyggð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar