Tekur undir barnastjörnustimpilinn með semingi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Arnar Freyr Guðmundsson í nýja íþróttahúsi ÍR í Skógarseli. vísir/vilhelm Breiðhyltingurinn Arnar Freyr Guðmundsson þótti einn efnilegasti handboltamaður landsins á sínum tíma. Meiðsli settu stórt strik í reikning hans og skórnir voru á hillunni um tíma. En hann sneri aftur af alvöru fyrir þetta tímabil og hefur spilað vel liði ÍR sem hefur komið mörgum á óvart. Arnar skoraði tíu mörk þegar ÍR gerði jafntefli við Aftureldingu, 31-31, á heimavelli sínum í Skógarseli á mánudaginn. ÍR-ingar fengu þar með sitt fimmta stig í Olís-deildinni sem er líklega fimm stigum meira en flestir bjuggust við. „Tilfinningin var súrsæt. Auðvitað var frábært að fá stigið en úr því sem komið var og hvernig staðan var undir lokin hefði maður viljað fá þau bæði,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Hann kom ÍR í 31-30 en Igor Kopyshynsyi jafnaði fyrir Aftureldingu í 31-31 í lokasókn leiksins. „Við létum vaða og pældum ekkert of mikið í hlutunum. Við keyrðum á þá, nýttum okkar tækifæri og mikluðum hlutina ekkert fyrir okkur. Við þurfum að gera það.“ Sjálfstraust þrátt fyrir hrakspár ÍR féll úr Olís-deildinni tímabilið 2020-21 án þess að fá stig og flestir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum í vetur. En ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki og komust upp úr fallsæti með jafnteflinu gegn Mosfellingum. „Mér finnst vera frábær andi og trú í hópnum. Við veltum einhverri umræðu um stig ekkert fyrir okkur. Við erum klárir með okkar markmið innan hópsins og höfum trú á okkur,“ sagði Arnar. Fyrir tímabilið tók Bjarni Fritzson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og metsöluhöfundur, aftur við ÍR-liðinu. Arnar fagnaði því að fá Bjarna við stjórnvölinn. Bjarna Fritzsyni er ýmislegt til lista lagt.vísir/vilhelm „Það var gott. Ég þekki hann mjög vel enda þjálfaði hann mig þegar við vorum síðast í Olís-deildinni. Bjarni er frábær þjálfari, með sína hluti á hreinu og leikskipulagið er skýrt og það skiptir öllu máli.“ Erfitt að æfa og halda takti Arnar byrjaði að spila með ÍR á síðasta tímabili en tók svo óvænt við kvennaliði félagsins í desember. Hann kláraði hins vegar tímabilið og hjálpaði ÍR-ingum að komast í gegnum umspilið um sæti í Olís-deildinni. En hann var hættur í handbolta vegna tíðra meiðsla. Arnar er markahæsti leikmaður ÍR á tímabilinu með 56 mörk í Olís-deildinni.vísir/vilhelm „Ég hætti tímabilið 2020-21. Ég glímdi við mikil álagsmeiðsli. Þau héldu mér kannski ekki frá því að spila en það að æfa og halda sér í takti var drulluerfitt og ég var orðinn þreyttur á því. Þannig ég hætti en neistinn kom aftur,“ sagði Arnar. „Núna er ég í þessu á öðrum forsendum; hafa gaman, spila fyrir uppeldisfélagið í nýju og frábæru íþróttahúsi og brosa.“ Tvær aðgerðir við beinhimnubólgu Arnar reynir að æfa eins og aðrir, eða allavega eins og líkaminn þolir. „Ég þarf að passa mig. Ég er búinn að fara í tvær aðgerðir vegna beinhimnubólgu og er með byrjunarstig af brjósklosi. Maður er mis slæmur og reynir að stilla æfingavikunni þannig upp að maður sé ferskur fyrir leiki. Þetta er púsluspil.“ Arnar og félagar hans í ÍR eru í 10. sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Arnar þótti mikið efni á sínum tíma og talað var um hann sem barnastjörnu í hlaðvarpinu Handkastinu á dögunum. Hann tekur undir barnastjörnustimpilinn, en með smá semingi. Gæti eitthvað verið til í því „Ég veit það ekki. Það gæti vel verið. Ég var alltaf fínn þegar ég var yngri og var í yngri landsliðunum. Það gæti því eitthvað verið til í því. Barnastjarna eða ekki? Ég veit það ekki?“ Arnar er fæddur 1998 og spilaði með leikmönnum á borð við Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, Teiti Erni Einarssyni, Orra Frey Þorkelssyni, Viktori Gísla Hallgrímssyni og fleiri góðum. Gott að geta kennt Austurberginu um Annað sem var varpað fram í Handkastinu var að gólfið í Austurberginu, gamla íþróttahúsi ÍR-inga, hafi farið illa með skrokkinn á Arnari og átt sinn þátt í þeim miklu meiðslum sem hann hefur glímt við. Arnar í leik í Austurberginu þar sem ÍR spilaði um margra ára skeið.vísir/bára „Ég veit ekki hvort það er mýta eða ekki en þegar það var skipt um parket var ákveðið skera af dempuninni svo stúkan aftur undir. Við höfum ekkert brjálæðislega mikið fyrir okkur í þessu en það er alltaf gott að grípa í þessa afsökun þegar maður er að drepast,“ sagði Arnar. Bylting með nýju húsi Hann getur þó ekki kennt gólfinu sem hann spilar á núna um neitt enda eru ÍR-ingar nýfluttir í nýtt íþróttahús við Skógarsel. Loksins eru því allar deildir félagsins komnar á sama stað. „Við erum ótrúlega ánægðir í Skógarselinu og það er að myndast ágætis stemmning á heimaleikjum. Það er andi í húsinu þótt það sé stórt og þetta verður smá gryfja. Okkur líður vel þarna,“ sagði Arnar. ÍR hefur náð í öll sín fimm stig í Olís-deildinni á heimavelli.vísir/vilhelm „Það skiptir öllu að vera komnir undir sama þak. Við vorum í Austurbergi, karfan í Seljaskóla og fótboltinn í Skógarselinu. Tengingin milli deilda var lítil en hún er að styrkjast. Svo skiptir þetta ótrúlega miklu máli fyrir yngri flokka starfið okkar, að fá krakkana á sama stað í stað þess að vera úti um allt í Breiðholtinu.“ Olís-deild karla ÍR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Arnar skoraði tíu mörk þegar ÍR gerði jafntefli við Aftureldingu, 31-31, á heimavelli sínum í Skógarseli á mánudaginn. ÍR-ingar fengu þar með sitt fimmta stig í Olís-deildinni sem er líklega fimm stigum meira en flestir bjuggust við. „Tilfinningin var súrsæt. Auðvitað var frábært að fá stigið en úr því sem komið var og hvernig staðan var undir lokin hefði maður viljað fá þau bæði,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. Hann kom ÍR í 31-30 en Igor Kopyshynsyi jafnaði fyrir Aftureldingu í 31-31 í lokasókn leiksins. „Við létum vaða og pældum ekkert of mikið í hlutunum. Við keyrðum á þá, nýttum okkar tækifæri og mikluðum hlutina ekkert fyrir okkur. Við þurfum að gera það.“ Sjálfstraust þrátt fyrir hrakspár ÍR féll úr Olís-deildinni tímabilið 2020-21 án þess að fá stig og flestir bjuggust við að það sama yrði uppi á teningnum í vetur. En ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki og komust upp úr fallsæti með jafnteflinu gegn Mosfellingum. „Mér finnst vera frábær andi og trú í hópnum. Við veltum einhverri umræðu um stig ekkert fyrir okkur. Við erum klárir með okkar markmið innan hópsins og höfum trú á okkur,“ sagði Arnar. Fyrir tímabilið tók Bjarni Fritzson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og metsöluhöfundur, aftur við ÍR-liðinu. Arnar fagnaði því að fá Bjarna við stjórnvölinn. Bjarna Fritzsyni er ýmislegt til lista lagt.vísir/vilhelm „Það var gott. Ég þekki hann mjög vel enda þjálfaði hann mig þegar við vorum síðast í Olís-deildinni. Bjarni er frábær þjálfari, með sína hluti á hreinu og leikskipulagið er skýrt og það skiptir öllu máli.“ Erfitt að æfa og halda takti Arnar byrjaði að spila með ÍR á síðasta tímabili en tók svo óvænt við kvennaliði félagsins í desember. Hann kláraði hins vegar tímabilið og hjálpaði ÍR-ingum að komast í gegnum umspilið um sæti í Olís-deildinni. En hann var hættur í handbolta vegna tíðra meiðsla. Arnar er markahæsti leikmaður ÍR á tímabilinu með 56 mörk í Olís-deildinni.vísir/vilhelm „Ég hætti tímabilið 2020-21. Ég glímdi við mikil álagsmeiðsli. Þau héldu mér kannski ekki frá því að spila en það að æfa og halda sér í takti var drulluerfitt og ég var orðinn þreyttur á því. Þannig ég hætti en neistinn kom aftur,“ sagði Arnar. „Núna er ég í þessu á öðrum forsendum; hafa gaman, spila fyrir uppeldisfélagið í nýju og frábæru íþróttahúsi og brosa.“ Tvær aðgerðir við beinhimnubólgu Arnar reynir að æfa eins og aðrir, eða allavega eins og líkaminn þolir. „Ég þarf að passa mig. Ég er búinn að fara í tvær aðgerðir vegna beinhimnubólgu og er með byrjunarstig af brjósklosi. Maður er mis slæmur og reynir að stilla æfingavikunni þannig upp að maður sé ferskur fyrir leiki. Þetta er púsluspil.“ Arnar og félagar hans í ÍR eru í 10. sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm Arnar þótti mikið efni á sínum tíma og talað var um hann sem barnastjörnu í hlaðvarpinu Handkastinu á dögunum. Hann tekur undir barnastjörnustimpilinn, en með smá semingi. Gæti eitthvað verið til í því „Ég veit það ekki. Það gæti vel verið. Ég var alltaf fínn þegar ég var yngri og var í yngri landsliðunum. Það gæti því eitthvað verið til í því. Barnastjarna eða ekki? Ég veit það ekki?“ Arnar er fæddur 1998 og spilaði með leikmönnum á borð við Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, Teiti Erni Einarssyni, Orra Frey Þorkelssyni, Viktori Gísla Hallgrímssyni og fleiri góðum. Gott að geta kennt Austurberginu um Annað sem var varpað fram í Handkastinu var að gólfið í Austurberginu, gamla íþróttahúsi ÍR-inga, hafi farið illa með skrokkinn á Arnari og átt sinn þátt í þeim miklu meiðslum sem hann hefur glímt við. Arnar í leik í Austurberginu þar sem ÍR spilaði um margra ára skeið.vísir/bára „Ég veit ekki hvort það er mýta eða ekki en þegar það var skipt um parket var ákveðið skera af dempuninni svo stúkan aftur undir. Við höfum ekkert brjálæðislega mikið fyrir okkur í þessu en það er alltaf gott að grípa í þessa afsökun þegar maður er að drepast,“ sagði Arnar. Bylting með nýju húsi Hann getur þó ekki kennt gólfinu sem hann spilar á núna um neitt enda eru ÍR-ingar nýfluttir í nýtt íþróttahús við Skógarsel. Loksins eru því allar deildir félagsins komnar á sama stað. „Við erum ótrúlega ánægðir í Skógarselinu og það er að myndast ágætis stemmning á heimaleikjum. Það er andi í húsinu þótt það sé stórt og þetta verður smá gryfja. Okkur líður vel þarna,“ sagði Arnar. ÍR hefur náð í öll sín fimm stig í Olís-deildinni á heimavelli.vísir/vilhelm „Það skiptir öllu að vera komnir undir sama þak. Við vorum í Austurbergi, karfan í Seljaskóla og fótboltinn í Skógarselinu. Tengingin milli deilda var lítil en hún er að styrkjast. Svo skiptir þetta ótrúlega miklu máli fyrir yngri flokka starfið okkar, að fá krakkana á sama stað í stað þess að vera úti um allt í Breiðholtinu.“
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira