Danir og Norðmenn fara því í undanúrslitin og eru bæði búin að tryggja sér þátttökurétt þar án þess að spila síðasta leikinn sinn.
Slóvenía átti enn möguleika að ná Danmörku með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum en þær urðu að sætta sig við fjögurra marka tap á móti Ungverjum, 29-25.
Hungary won't go home without main round points! Top performance from @MKSZhandball and #POTM by @grundfos Petra Vamos @rzs_si 's dream of a final weekend is over but we can only praise their journey! #ehfeuro2022 | #playwithheart pic.twitter.com/EKig2g2hPR
— EHF EURO (@EHFEURO) November 16, 2022
Á sama tíma vann Þýskaland fjögurra marka sigur á Rúmeníu, 32-28, í hinum milliriðlinum en þar hafa Frakkar og Svartfellingar einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Katrin Gitta Klujber skoraði níu mörk fyrir Ungverja en var þó ekki valin maður leiksins því þau verðlaun fékk liðsfélagi hennar Petra Vamos sem var með fjögur mörk og fimm stoðsendingar.
Strong performance from Germany vs Romania
— EHF EURO (@EHFEURO) November 16, 2022
Their qualification to the 5th place match will now depend of the upcoming results of the night
Emily Bölk is the @grundfos POTM #playwithheart | #ehfeuro2022 | @DHB_Teams pic.twitter.com/mOZ6Teqhz9
Slóvenar voru 20-19 yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir en Ungverjar unnu næstu tíu mínútur 7-1 og lögðu með því grunninn að sigrinum.
Fjórir leikir eiga eftir að fara fram í dag en úrslitin eru ráðin þegar kemur að því hvaða fjórar þjóðir spila um verðlaun á þessu móti. Dönsku stelpurnar spila við Noreg í kvöld og þar er spilað um fyrsta sætið í riðlinum og um það að sleppa við að mæta Frökkum í undanúrslitum.
End of a beautiful journey... Proud of your team, Slovenian fans? @rzs_si | #ehfeuro2022 | #playwithheart pic.twitter.com/kempyN5kl0
— EHF EURO (@EHFEURO) November 16, 2022