Vilja að öll sambærileg vistheimili sæti rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:00 Þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem voru beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti segja greinargerð um starfsemina ekki taka á öllum þáttum. Þær komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara yfir vankanta hennar. Þá leggja þær til að sambærileg heimili verði rannsökuð vegna vísbendinga um að ofbeldi hafi líka átt sér stað þar. Vísir/Vilhelm Þrjár konur sem beittar voru ofbeldi á Varpholti á Laugalandi segja gríðarlega mikilvægt að sambærileg vistheimili frá sama tíma verði rannsökuð. Þær gagnrýndu skýrslu sem var unnin um málið í velferðarnefnd í morgun. Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is. Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í haust kom fram greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi sem var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Það var eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Niðurstaðan var m.a. þær hefðu orðið fyrir andlegu ofbeldi. Konurnar hafa gagnrýnt að greinargerðin hafi ekki tekið á öllum þáttum málsins. Þær voru kallaðar fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að koma athugasemdum sínum á framfæri. „Við gerðum athugasemdir við vinnslu skýrslunnar. Það þarf að breyta verkferlum við gerð svona skýrslna. Kynbundið og líkamlegt ofbeldi var ekki viðurkennt, það voru engar sjúkra-eða lögregluskýrslur í greinargerðinni. Það er skrítið að leggja í svona vinnu án þess að hafa heimild til að afla slíkra gagna sem geta staðfest framburð okkar. Við viljum sjá breytingar á svona greinargerðum,“ segja þær Gígja Skúladóttir, Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir sem segjast hafa verið beittar ofbeldi á Laugalandi Varpholti. Nauðsynlegt sé að önnur heimili sæti rannsókn Þá sé nauðsynlegt sé að rannsaka svipuð heimili frá sama tíma. „Krafa okkar er að það verði gerð rannsókn á sambærilegum heimilum sem störfuðu samkvæmt sömu hugmyndafræði, í sama eftirlitsleysi og engar kröfur voru gerðar til starfsmanna. Við vitum að það var ofbeldi á slíkum heimilum. Það voru ekki menntunar-eða hæfniskröfur. Ungmenni voru tekin í langan tíma frá heimilum meðal dvalartími var 490 dagar með engu eftirliti, þetta þarf að skoða,“ segja þær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið til skoðunar í mennta-og barnamálaráðuneytinu. Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Stöð 2 hefur ákveðið að gera þætti þar sem fjallað verður um vistheimili á Íslandi. Þáttagerðin er hafin, þegar er verið að skoða sögu vöggustofanna við höldum svo áfram eftir því sem fram vindur. Þeir sem hafa sögu að segja og vilja koma upplýsingum á framfæri um vistheimili, vinsamlega sendið okkur á netfangið vistheimili@stod2.is.
Vistheimili Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30 Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48 Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Börn í kerfinu þola enga bið Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað. 22. september 2022 07:30
Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. 14. september 2022 21:48
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46