Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:32 Skrifstofur Ríkissáttasemjara Vísir/Egill Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“ Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49