Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 21:39 Sverrir vinnur skallaeinvígi í leiknum í dag. KSÍ Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. „Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
„Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01
Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20