Hampiðjan stefnir á aðalmarkað eftir kaup á norsku félagi Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 09:22 Hjörtur Erlendsson er forstjóri Hampiðjunnar. Hampiðjan Hampiðjan hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot sem er sagt leiðandi framleiðandi á lausnum fyrir sjávarútveg, fiskeldi og olíuiðnað. Stefnt er að því að hlutabréf í Hampiðjunni verði tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi á næsta ári, en bréfin eru nú skráð á First North-markaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hampiðjunni til Kauphallarinnar. Þar segir að Mørenot sé alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um þrjátíu stöðum víðs vegar um heiminn. Fram kemur að kaupverðið verði að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni, en seljendur muni fá afhenta um 51 milljón hluti í Hampiðjunni og sé miðað við gengið 112 krónur á hlut í þeim útreikningi. Sé það 20,4 prósent hærra en gengi hlutabréfanna við lokun markaða í gær. „Undirritun kaupsamningsins er gerð í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja. Kaupsamningurinn er einnig gerður með fyrirvara um að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykki heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins og að núverandi hluthafar Hampiðjunnar falli frá forgangsrétti til hinna nýju hluta,“ segir í tilkynningunni. Velta Mørenot á árinu 2021 nam 129 milljónum evra og nam EBITDA 10 milljónum evra. Heildareignir Mørenot námu um 181 milljónum evra í árslok 2021 aðlagað að IFRS og eigið fé félagsins nam um 58,6 milljónum evra. Heildarskuldir félagsins nema um 122,4 milljónum evra og er eiginfjárhlutfall félagsins því 32,4 prósent. Ennfremur segir að Mørenot og Hampiðjan séu að mörgu leyti lík félög því bæði félögin framleiði, selji og þjónusta veiðarfæri og búnað til fiskeldis ásamt því að framleiða ofurtóg fyrir olíuiðnað og uppsetningar á vindmyllum á hafi úti. Vöruúrvalið sé þó mismunandi og bæti félögin hvort annað upp á mörgum sviðum. Heppileg viðbót Haft er eftir Hirti Erlendssyni, forstjóra Hampiðjunnar, að Mørenot sé félag sem Hampiðjan hafi lengi litið á sem heppilega viðbót við samstæðuna. „Landfræðileg dreifing og vöruúrval félaganna fara afskaplega vel saman og koma þau til með að styrkja hvort annað verulega á ýmsum sviðum. Miklir möguleikar felast í að ná fram samlegðaráhrifum með hagræðingu og samþættingu, ásamt því að auka vörusölu á þeim svæðum sem fyrirtækin, hvort um sig, hafa ekki haft góðan aðgang að. Það gildir einu hvort horft er á veiðarfæri, fiskeldisvörur og þjónustu við fiskeldið eða hátæknitóg fyrir olíuiðnað því það sama á við öll þessi svið hvað tækifæri framtíðarinnar varðar. Hampiðjan hefur verið leiðandi á veiðarfæramarkaði á heimsvísu og félagið talið það stærsta á heimsvísu innan þess geira. Með kaupunum styrkist sú staða umtalsvert og gefur okkur tækifæri til að enn frekari vaxtar. Við fögnum því að fá eigendur Mørenot inn í hluthafahóp okkar og að fá tækifæri til að fjölga hluthöfum enn frekar þegar við færum fyrirtækið af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi,“ segir Hjörtur. Um tvö þúsund starfsmenn Starfsmannafjöldi Hampiðjunnar er í dag um um 1.250 en 750 hjá Mørenot sem leiðir til þess að samanlagður starfsmannafjöldi verður um tvö þúsund manns í átján löndum. Nánar má lesa um málið í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Kaup og sala fyrirtækja Hampiðjan Kauphöllin Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira