Elliði Snær: Mjög heppinn með alla Íslendingana hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Elliði Snær Viðarsson fagnar hér sigri með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Getty/Sanjin Strukic Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson er einn af mörgum íslenskum handboltamönnum sem eru að gera mjög góða hluti í aðdragandi heimsmeistaramótsins í janúar. Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir talaði við Elliða Snæ Viðarsson en Eyjamaðurinn skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska Bundesligu liðið. Elliði Snær kom til Gummersbach árið 2020 eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tók við þýska liðinu og hjálpaði liðið upp í efstu deild síðasta vor. Samningur hans var fram á næsta sumar en Elliði hefur nú framlengt hann um tvö ár. Gummersbach sagði frá því að önnur félög hafi haft áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn. Líður frábærlega „Mér líður frábærlega hérna. Það er ótrúlega gott umhverfi og klúbburinn er búinn að bæta sig mikið. Aðstaðan og núna erum við komnir með tvo sjúkraþjálfara í staðinn fyrir einn. Það eru komnir fleiri styrktarþjálfarar inn í teymið,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Þjálfarinn er alltaf að bæta sig, mér líður ótrúlega vel og ég er mjög heppinn með alla Íslendingana hér,“ sagði Elliði Snær en Gummersbach er nú komið aftur í hóp þeirra bestu í Þýskalandi. Eitt stærsta félagið í Þýskalandi „Félagið á alltaf að vera hérna því ef þú ferð yfir söguna þá er þetta eitt stærsta félagið í Þýskalandi og ég held að þeir séu öðru sæti á eftir Kiel yfir flesta meistaratitla. Kiel tók fram úr þeim eftir að sigurgöngu sína undir stjórn Alfreðs (Gíslasonar) fyrir nokkrum árum,“ sagði Elliði. „Það var alltaf markmiðið að komast hingað og maður er alltaf bara einhver málarapeyi frá Vestmannaeyjum. Það er geðveikt að vera að keppa við þessa bestu leikmenn í heimi,“ sagði Elliði. „Ég ætlaði alltaf að komast hingað einhvern tímann og þetta gerir þetta raunverulegt. Maður er búinn að keppa með landsliðinu og var því aðeins undirbúinn fyrir þetta. Það er bara gott og ótrúlega gaman,“ sagði Elliði. Auðvelt val Kom eitthvað annað til greina en að skrifa undir nýjan samning við Gummersbach. „Það kom alveg eitthvað annað til greina en það var langréttasta skrefið fyrir mig að vera hér. Ég er búinn að vera að taka að mér stærra hlutverk í liðinu og að fá aukinn spilatíma. Ég er að fá að spila bæði sókn og vörn, líður mjög vel hérna og þetta var því rosa auðvelt val þegar upp var staðið. Það fer rosavel um mig hérna og það er stór partur af því að ég vildi vera hér áfram,“ sagði Elliði. „Ég er orðinn fínn í þýsku og get bjargað mér í öllu. Þetta er lítill bær, það hefði verið of mikið stökk fyrir mig að fara frá Vestmannaeyjum til Kölnar eða í einhvern risabæ. Þetta er fimmtíu þúsund manna bær þannig að þetta var smástökk en þetta er rosa lítið og krúttlegt hérna og hentar mér ágætlega,“ sagði Elliði Snær en hér fyrir neðan má sjá það sem hann sagði um Gummersbach. Klippa: Elliði Snær um Gummersbach
Þýski handboltinn HM 2023 í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira