Tekist á um bælingarfrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2022 11:55 Hinsegin samfélagið er marslungið eins og sést á Hinsegin dögum ár hvert. Nú er tekist á um hvort það flokkist með hatursorðræðu gegn transfólki að vara við því að ólögráða börn séu sett í kynleiðréttingarferli. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar og fleiri þingmenn í flokki hennar, Pírötum, Samfylkingu , Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi til breytingar á hegningarlögum. Markmið frumvarpsins er að gera refsivert að beita nauðung, blekkingum eða hótunum til að fá einstakling til að undirgangast meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu hans. Nýlega stofnuð samtök samkynhneigðra, Samtökin 22, voru stofnuð af fólki sem ekki telur sig eiga skjól í Samtökunum 78. Þau hafa sent umsögn um frumvarpið þar sem varað er við því að það geti leitt til þess að börn sem annars myndu vaxa úr grasi sem hommar eða lesbíur sæti óafturkræfri kynleiðréttingu fyrir sjálfræðisaldur. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna sakaði Samtökin 22 um að vera haturssamtök í tengslum við skilgreind erlend haturssamtök sem væru á lista með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum í ræðu á Alþingi á þriðjudag.Vísir/Vilhelm Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna brást illa við þessari umsögn í þingræðu í fyrradag. Hann sakaði fólk í Samtökunum 22 um hatur á transfólki. „Því haturssamtök gegn transfólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur transfólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að transfólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til transfólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel. Þá væru samtök sem tengdust þessum samtökum á lista í útlöndum yfir opinber haturssamtök. Deili þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Eldur Ísidór formaður Samtakanna 22 vísar því á bug að samtökin hatist út í transfólk. Hins vegar væri ástæða til að óttast að börn sem annars hefðu vaxið úr grasi sem samkynhneigð væru sett í óafturkræft kynleiðréttingarferli áður en þau næðu fullorðinsaldri.Vísir Eldur Ísidór formaður Samtakanna 22 vísar þessum ummælum alfarið á bug. „Okkur er nákvæmlega sama hvernig fullorðið fólk kýs og velur að lifa sínu lífi. Við höfum hins vegar aldrei farið leynt með að við erum andvíg því að börn séu sett í óafturkræft bæði lyfja- og jafnvel skurðaðgerðaferli,“segir Eldur. Með frumvarpinu væri opnað fyrir þann möguleika að samkynhneigð væri í raun bæld niður hjá börnum sem ekki hefðu áttað sig á kynhneigð sinni. Þeim síðan komið í óafturkræft kynleiðréttingarferli áður en þau næðu fullorðinsaldri. Samtökin 22 hafa sent forseta Alþingis erindi vegna ummæla og ásakana varaþingmanns Vinstri grænna um að þau væru haturssamtök. „Við viljum að þetta mál verði tekið fyrir hjá siðanefnd og við viljum að Daníel dragi þessi ummæli til baka og biðji félagið okkar afsökunar,“segir Eldur Ísidór. Alþingi staðfesti í morgun að kvörtun Samtakanna 22 hefði verið móttekin. Erindið verði sent forsætisnefnd samanber 1. mgr. 17. gr siðareglna fyrir alþingismenn. Hér má lesa frumvarp Hönnu Katrínar og fleiri: Hér má lesa umsögn Samtakanna 22 við frumvarpið. Hér er erindi Samtakanna 22 til forseta Alþingis: Alþingi B.t. þingforseta, hr. Birgis Ármanssonar 101 Reykjavík Efni: Háttsemi Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns VG í Reykjavíkurkjördæmi suður í ræðustól Alþingis á 153. löggjafarþingi – 31. fundi, 15. nóv. 2022 kl. 14.26 Reykjavík þann 16. nóvember 2022 Með erindi þessu er borin fram umkvörtun vegna óviðeigandi ummæla þingmannsins Daníels E. Arnarssonar, sem látin voru falla í þingsal 15. nóvember sl. Ummælin voru þessi: „Haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til og samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull. Samtök tengd þeim samtökum sem um ræðir eru á lista erlendis yfir opinber haturssamtök og deila þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Ég hvet allt þingfólk til að mótmæla þessu hatri og gagnrýna upplýsingaóreiðuna alla.“ Ofangreind ummæli voru látin falla í ræðustól Alþingis. Þar var því haldið fram að Samtökin 22-hagsmunasamtök samkynhneigðra, og önnur samtök sem sendu inn umsagnir við 45. mál, þingskjal 45 séu „haturssamtök“ og að við vinnum ekki af heilindum. Þetta er rangt. Við viljum benda á vanhæfi þingmannsins þar sem hann er eini launaði starfsmaður Samtakanna 78 í fullu starfi og hefur ekki tekið það fram í hagsmunaskrá. Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs. Daníel hefur verið margoft boðið í viðræður við undirritaðan. Nú síðast bauðst hlaðvarpsstjórnandi til að gefa okkur vettvang til að hlýða á hvorn annan og skiptast á skoðunum um þá vegferð sem Samtökin 78 hafa verið á, undir hans forystu. Tilvitnuð ummæli gjaldfella bæði þingmanninn og Alþingi Íslendinga. Það hlýtur að teljast misnotkun á aðstöðu þegar vanhæfir þingmenn nýta sér ræðustól Alþingis til að ráðast að og kasta rýrð á umsagnaraðila við frumvarp sem er í meðförum þingsins. Við skorum á siðanefnd Alþingis að taka þessa háttsemi til viðeigandi meðferðar og úrlausnar. Þess er krafist að þingmaðurinn dragi ummæli sín til baka og biðji félagið okkar afsökunar á opinberum vettvangi. Með vinsemd og virðingu Eldur Ísidór talsmaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra Hinsegin Málefni trans fólks Alþingi Tengdar fréttir Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. 26. október 2022 13:00 Sprenging í málaflokki transfólks Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. 2. júlí 2021 15:26 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar og fleiri þingmenn í flokki hennar, Pírötum, Samfylkingu , Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi til breytingar á hegningarlögum. Markmið frumvarpsins er að gera refsivert að beita nauðung, blekkingum eða hótunum til að fá einstakling til að undirgangast meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu hans. Nýlega stofnuð samtök samkynhneigðra, Samtökin 22, voru stofnuð af fólki sem ekki telur sig eiga skjól í Samtökunum 78. Þau hafa sent umsögn um frumvarpið þar sem varað er við því að það geti leitt til þess að börn sem annars myndu vaxa úr grasi sem hommar eða lesbíur sæti óafturkræfri kynleiðréttingu fyrir sjálfræðisaldur. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna sakaði Samtökin 22 um að vera haturssamtök í tengslum við skilgreind erlend haturssamtök sem væru á lista með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum í ræðu á Alþingi á þriðjudag.Vísir/Vilhelm Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna brást illa við þessari umsögn í þingræðu í fyrradag. Hann sakaði fólk í Samtökunum 22 um hatur á transfólki. „Því haturssamtök gegn transfólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur transfólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að transfólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til transfólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel. Þá væru samtök sem tengdust þessum samtökum á lista í útlöndum yfir opinber haturssamtök. Deili þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Eldur Ísidór formaður Samtakanna 22 vísar því á bug að samtökin hatist út í transfólk. Hins vegar væri ástæða til að óttast að börn sem annars hefðu vaxið úr grasi sem samkynhneigð væru sett í óafturkræft kynleiðréttingarferli áður en þau næðu fullorðinsaldri.Vísir Eldur Ísidór formaður Samtakanna 22 vísar þessum ummælum alfarið á bug. „Okkur er nákvæmlega sama hvernig fullorðið fólk kýs og velur að lifa sínu lífi. Við höfum hins vegar aldrei farið leynt með að við erum andvíg því að börn séu sett í óafturkræft bæði lyfja- og jafnvel skurðaðgerðaferli,“segir Eldur. Með frumvarpinu væri opnað fyrir þann möguleika að samkynhneigð væri í raun bæld niður hjá börnum sem ekki hefðu áttað sig á kynhneigð sinni. Þeim síðan komið í óafturkræft kynleiðréttingarferli áður en þau næðu fullorðinsaldri. Samtökin 22 hafa sent forseta Alþingis erindi vegna ummæla og ásakana varaþingmanns Vinstri grænna um að þau væru haturssamtök. „Við viljum að þetta mál verði tekið fyrir hjá siðanefnd og við viljum að Daníel dragi þessi ummæli til baka og biðji félagið okkar afsökunar,“segir Eldur Ísidór. Alþingi staðfesti í morgun að kvörtun Samtakanna 22 hefði verið móttekin. Erindið verði sent forsætisnefnd samanber 1. mgr. 17. gr siðareglna fyrir alþingismenn. Hér má lesa frumvarp Hönnu Katrínar og fleiri: Hér má lesa umsögn Samtakanna 22 við frumvarpið. Hér er erindi Samtakanna 22 til forseta Alþingis: Alþingi B.t. þingforseta, hr. Birgis Ármanssonar 101 Reykjavík Efni: Háttsemi Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns VG í Reykjavíkurkjördæmi suður í ræðustól Alþingis á 153. löggjafarþingi – 31. fundi, 15. nóv. 2022 kl. 14.26 Reykjavík þann 16. nóvember 2022 Með erindi þessu er borin fram umkvörtun vegna óviðeigandi ummæla þingmannsins Daníels E. Arnarssonar, sem látin voru falla í þingsal 15. nóvember sl. Ummælin voru þessi: „Haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til og samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull. Samtök tengd þeim samtökum sem um ræðir eru á lista erlendis yfir opinber haturssamtök og deila þar sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Ég hvet allt þingfólk til að mótmæla þessu hatri og gagnrýna upplýsingaóreiðuna alla.“ Ofangreind ummæli voru látin falla í ræðustól Alþingis. Þar var því haldið fram að Samtökin 22-hagsmunasamtök samkynhneigðra, og önnur samtök sem sendu inn umsagnir við 45. mál, þingskjal 45 séu „haturssamtök“ og að við vinnum ekki af heilindum. Þetta er rangt. Við viljum benda á vanhæfi þingmannsins þar sem hann er eini launaði starfsmaður Samtakanna 78 í fullu starfi og hefur ekki tekið það fram í hagsmunaskrá. Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs. Daníel hefur verið margoft boðið í viðræður við undirritaðan. Nú síðast bauðst hlaðvarpsstjórnandi til að gefa okkur vettvang til að hlýða á hvorn annan og skiptast á skoðunum um þá vegferð sem Samtökin 78 hafa verið á, undir hans forystu. Tilvitnuð ummæli gjaldfella bæði þingmanninn og Alþingi Íslendinga. Það hlýtur að teljast misnotkun á aðstöðu þegar vanhæfir þingmenn nýta sér ræðustól Alþingis til að ráðast að og kasta rýrð á umsagnaraðila við frumvarp sem er í meðförum þingsins. Við skorum á siðanefnd Alþingis að taka þessa háttsemi til viðeigandi meðferðar og úrlausnar. Þess er krafist að þingmaðurinn dragi ummæli sín til baka og biðji félagið okkar afsökunar á opinberum vettvangi. Með vinsemd og virðingu Eldur Ísidór talsmaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra
Hinsegin Málefni trans fólks Alþingi Tengdar fréttir Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. 26. október 2022 13:00 Sprenging í málaflokki transfólks Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. 2. júlí 2021 15:26 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. 26. október 2022 13:00
Sprenging í málaflokki transfólks Óttar Guðmundsson læknir segir að nú vilji 60 á ári hverju hefja greiningu hjá transteymi Landspítalans en í upphafi var búist við tveimur. 2. júlí 2021 15:26