Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um aurskriðuna sem féll í grennd við Grenivík í morgun, höldum áfram umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna og tölum um eingreiðslu sem öryrkjar fá í desember.

Við heyrum í bóndanum á bænum þar sem skriðan féll sem segir skruðninga enn berast úr fjallinu. 

Fulltrúar Bankasýslunnar komu á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær og rætt verður við tvo nefndarmenn um sjónarmið sem fram komu á þeim fundi. 

Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×