Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2022 14:20 Frá munna Dalsganga á Sandey. Landsverk Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21