María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 María Þórisdóttir bjó til þessa skemmtilegu mynd af sér og pabba sínum og birti á Instagram eftir að Þórir Hergeirsson vann enn eitt stórmótið í gær. @mariathorisdottir Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT
EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira