Forseti Íslands greip spreybrúsann og stækkaði verkefnið um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 11:53 Guðni með spreybrúsann á lofti. Haraldur þykist vera hissa en um leikþátt þeirra félaga var að ræða. Vísir/Vilhelm „Ég var drullustressaður,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á viðburði í Mjódd í dag. Þar var því fagnað að þrjú hundruð römpum hefur verið komið upp um landið í átaksverkefninu Römpum upp Ísland. Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Hann minnti á að fólk þurfi bæði að hafa vaðið fyrir neðan sig og sömuleiðis rampinn fyrir neðan sig. Fólk um allt land treysti á rampa til að geta verið þátttakendur í samfélaginu. Farið í bíó, farið í leikhús og einfaldlega farið í heimsóknir hingað og þangað. Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp eitt þúsund rampa á næstu fjórum árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Guðni og Haraldur settu á svið leikþátt í dag þar sem lagt var upp með að markmiðið væri þúsund rampar. Guðni staldraði við það. „Af hverju ekki 1.500 rampa,“ spurði Guðni og greip spreybrúsa sem var í seilingarfjarlægð. Spreyjaði forsetinn yfir töluna þúsund og skrifaði 1.500. „Þú ert forsetinn,“ sagði Haraldur og lét sem hann þyrfti að hlýða forsetanum. Forsetinn tók svo til máls og nefndi að einn þröskuldur á Bessastöðum væri vandamál og lofaði hann að leysa þann vanda, í það minnsta á þessari öld. Forsetinn sagðist í ræðu sinni hafa verið „drullustressaður“, líkt og krakkarnir segja, í tengslum við það að leggja línur á minnið í þeim leikþætti sem hann og Haraldur höfðu skipulagt. Vanalega væri hann ekki stressaður á viðburðum sem þessum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tóku líka til máls. Dagur minntist meðal annars á að hann hefði verið þriðja trompet í skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla á sínum tíma. Skólahljómsveitir Breiðholts og Árbæjarskóla tóku einmitt lagið í Mjódinni í dag og settu svip sinn á samkomuna. Dagur sagðist í ræðunni skammast sín fyrir að ekki hafi verið farið í svona átak fyrr. Að sama skapi væri hann þakklátur fyrir frumkvæði Haraldar og hrósaði honum í hástert. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Upptöku má sjá að neðan.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira