Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2022 16:14 Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í sundi á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði. Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Unofficial Networks, bandarísk vefsíða sem fjallar um ferða- og fjallamennsku, vakti athygli á því fyrir tveimur vikum að Ragnheiður, oftast kölluð Ragga, hefði fengið að kenna á öskureiðum notendum Instagram sem stöldruðu við þá staðreynd að Ragga hefði birt myndi af sér á hverasvæðinu, þ.e. utan stíganna sem fólk á að nýta í þjóðgarðinum. Yellowstone er fyrsti af fjölmörgum þjóðgörðum í Bandaríkjunum og þekktastur fyrir virkt hverasvæði sitt. Líkt og í Haukadal geta gestir virt fyrir sér hveri af ýmsum tegundum. Og eins og í Haukadal eru ákveðin svæði sem fólk má ganga á og önnur sem fólk á að halda sig frá. Ragga, sem er stödd í Evrópu um þessar mundir, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hana. Ýmislegt hefði komið fram varðandi málið sem væri ekki rétt að hennar sögn. Hún vildi þó ekki skýra í hverju rangfærslurnar fælust. Ragga er í fámennum hópi Íslendinga með yfir hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Slíkum fjölda fylgja augljóslega líka vandkvæði því hluti fylgjendanna stökk upp til handa og fóta þar sem þeir bentu á að Ragga hefði gerst brotleg við reglur þjóðgarðsins. Eitt af fjölmörgum hverasvæðum í Yellowstone.Getty/Philippe Sainte-Laudy Ragga eyddi upphaflegu myndinni af Instagram og baðst afsökunar á hegðun sinni í nýrri færslu á miðlinum. Í framhaldi virðist henni hafa borist líflátshótanir því hún skrifaði, í þriðju færslu sinni, á ensku: „Eyddi færslunni með afsökunarbeiðninni um leið og ég fékk líflátshótanir! Ég geri mér grein fyrir því að ég gerði mistök og mér þykir það leitt! Það var aldrei ætlan mín að vanvirða náttúruna! Elska ykkur öll,“ sagði Ragga í færslu á dögunum. Mbl.is birti skjáskot af færslunni í dag. Ragga var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir tveimur árum. CNN greindi frá því í ágúst í fyrra að 26 ára kona hefði verið dæmd í sjö daga fangelsi fyrir að ganga á hverasvæðinu í þjóðgarðinum. „Þótt saksókn í slíku máli virðist hörð refsing þá er það betra en að vera lagður inn á spítala með brunasár,“ sagði saksóknari í því máli. Talsmaður Yellowstone benti til viðbótar á að jarðvegurinn í þjóðgarðinum væri viðkvæmur og heitt vatn undir yfirborðinu gæti valdið lífshættulegum brunasárum. Á þriðja tug manna hafa látist af völdum brunasára í Yellowstone. Auk fangelsisrefsingar var konan dæmd til að greiða jafnvirði á þriðja hundrað þúsund krónur í sekt. Þá var hún bönnuð frá því að heimsækja á meðan hún væri á skilorði.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp