Leikmennirnir sem um er ræðir eru hin 18 ára gamla Berglind Þrastardóttir og hin 19 ára gamla Sara Montero. Sú fyrrnefnda skipti reyndar yfir í FH í sumar en hún kemur frá erkifjendunum í Haukum. Alls lék hún 9 leiki fyrir FH í Lengjudeildinni og skoraði 3 mörk þegar FH tryggði sér sæti meðal þeirra bestu hér á landi.
Sara Montero kemur frá Fjölni þar sem hún hefur raðað inn mörkum þrátt fyrir ungan aldur. Alls á hún að baki 91 KSÍ leik og hefur skorað í þeim 51 mark. Þá hafa báðar spilað fyrir yngri landslið Íslands.
„Það er okkur FH-ingum mikið gleðiefni að svona ungir og efnilegir leikmenn semji til lengri tíma við okkur. Við hlökkum öll að fylgjast með þeim dafna í Kaplakrika,“ segir að endingu í tilkynningu FH.